Dr. Togga... bloggari!

Saturday, February 19, 2005

Framhald af fyrsta bloggi...

Jæja... ég bara má til með að bæta smá við! Hildur vinkona mín plataði mig með sér í gær að kíkja við á Nasa þ.s. indversk hljómsveit að nafni D.C.S. var að spila á Vetrarhátíð... það er skemmst frá því að segja að innan skammst vorum við komnar í rokkna stuð á dansgólfið og dilluðum okkur eins og ég veit ekki hvað, við þessa líka æðislega skemmtilegu tónlist!!! Fyndið hvað það getur verið gaman, einmitt þegar maður á þess síst von! Bjóst nú ekkert við neinu af indversku hljómsveitinni... en þeir voru svona líka askolli góðir!
Nú... mín er bara alltaf á dansskónum! Því síðustu helgi var nefnilega árshátíð Félags læknanema á Hótel Sögu... þar var svona líka rosa gaman og við Þóra vinkona, ásamt mörgum fleirum, dönsuðum þvílíkt! Ég var svoleiðis búin á því, held ég hafi dansað undan mér fæturna... en greinilega ekki því það var nóg til í indversku sveiflunni í gærkvöldi :)

Bloggið er allt að koma... er smám saman að bæta við linkum... og auðvitað er efst á blaði, hún Guðrún Birna litla, systurdóttir mín! Hún er algjört yndi! Fullkomið barn! Líka svvvooo sæt!!! Finnst ég líka eiga pínku pons í henni, þ.s. ég var nú viðstödd kraftaverkið þegar hún kom í heiminn ;)

knús og kossar að sinni!
ThG

1 Comments:

  • Hæ snúll! Þú verður að blogga meira. Hvað er að frétta af sumarplönum?

    By Blogger Fóa Lidda, at 4:03 pm  

Post a Comment

<< Home