Dr. Togga... bloggari!

Sunday, July 08, 2007

Vá hvað tíminn er fljótur að líða og gaman að vera til! Er nýkomin frá DK þar sem ég var í góðu yfirlæti hjá henni Rönku og samfagnaði útskriftinni hennar. Var voða gaman. Fórum út að borða á e-n fancysmancy stað, ég og Hildur boðnar með familíunni. Átta réttað og nýtt vín með hverjum rétti. Veðrið var bara ofsalega fínt, sæmilega hlýtt. Jú ok, viðurkenni að það rigndi stöku sinnum en það var bara gaman. Hitti nýja gæjann hennar Hildar, hann Lars. Leist frábærlega vel á þau saman :)

Nú er það bara vinna og aftur vinna. Er búin að vera á vaktinni alla helgina. Krónískt á vakt :) Aldrei (7, 9, 13) verið svona hæglátt. Komst meira að segja í golf í morgun! Þarf nú heldur betur samt að hita mig betur upp eftir nokkurra ára golfhlé. En það var nú samt ótrúlega fljótt að koma. Sveiflan stabíl ;o)
Lísa skvísa bjargaði mér í gær með því að kíkja í heimsókn til mín. Annars hefði ég nú farist úr leiðindum. Er búin að hringavitleysast svo mikið á netinu að ég veit ekki hvað ég á að skoða meir... Endaði með því að ég fattaði, jah, jú, ég var víst með e-a blessaða bloggsíðu! Er meira að segja búin að skrá mig á e-ð facebook dæmi.

Annars hafa verið ýmis “þemu” í gangi, ekki öll í frásögufærandi hér... Matarboðsþemað hefur gengið ágætlega, náttúrulega smá pása á meðan DK ferð stóð, en bauð einmitt Lísu minni í grill rétt fyrir Danmerkurferðina... endaði með svaka djammhelgi :o
Jæja, best að hætta þessari vitleysu og finna sér e-ð sniðugt að gera... T.d. undirbúa fyrirhugaða sumarbústaðaferð um næstu helgi... já já, þar verður líka þema ;o)

Labels:

Friday, June 01, 2007

Mmmmmuuuuuuh!

Já, verðu nú bara að verða við svo fallegri bón. Sko! Ég baulaði fyrir þig Anna Brynja mín :)
Jæjajæja, annars er allt fínt að frétta að vanda. Still keeping busy. Fékk einkatíma í tango í gær, jah, eða þar til öll "pörin" tóku að birtast og þá þurfu kennararnir að sinna þeim. En jæja, fékk allavega að æfa mig með kennurunum, sem var mjög fínt.
Nú, svo er ég bara krónískt "on call"... Stundum eru svona "þemu", td augnslys! Allt er þá þrennt er :) Nú, en svo má ekki gleyma að þema dagsins var "þrjóskir krakkar"! Frekar skondið á tímabili. Annars var ég síðan á vakt á Kleppi um daginn, smá aukavakt að redda málum, nema mín var agalega þreytt og ætlaði að leggja sig (gerist NB aldrei neitt á þeim vöktum)... neinei, var þá ekki bara brjáluð lúðrasveit og læti. Fattaði ekki að verið væri að halda uppá 100ára afmælið.
Er að hugsa um að búa til "þema" sumarsins... það verða matarboð! Var með lítið kósí matarboð um síðustu helgi og verður slíkt hið sama þessa næstu... Gaman gaman!

muhh að sinni,
Búkolla

Monday, May 07, 2007

Allir dansa Tango

Já og meira að segja ég líka! Sjáið bara hvað ég verð bráðum flott...

Það nýjasta í mínu lífi er, jú, að ég er farin að dansa tango á milli vakta :) Yndislegt að vera loksin loksins ekki í skóla! Love it...

Saturday, April 07, 2007

Páskar á Tenerife

Hellú jú! Sendi hér kveðju frá Tenerife. Voða notarlegt að slappa af í sólinni, með góða bók og njóta lífsins :) Þetta blogg er sum sé spes fyrir þig Anna Brynja mín... hehe. Var voða gaman í byen þarna um daginn eftir kokteilakvöldið okkar góða ;o) segir þér betur frá síðar... á fyrirhuguðu "La Bamba" kvöldi!
Jæja, en ég mun sum sé gæða mér á íslensku páskaeggi í sólinni á morgun...

kveðja til ykkar hinna... sem njótið páskanna annarsstaðar...
dr.T

Monday, March 19, 2007

Tónleikar með "Melabandinu"

Haldiði að mín sé ekki bara að fara að syngja með Sinfó!
Styttist óðum í að við þe Mótettukórinn, flytjum frábæra tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvurum :) 29.mars! Verður alveg örugglega rosalega flott... megið sko ekki missa af því!

Monday, January 22, 2007

Áfram Ísland!

Vá hvað ég var æst yfir leiknum í kvöld! Íslendingar stóðu sig frábærlega vel, alveg hreint ótrúlegt. Lögðu Evrópumeistarana, Frakka, að velli með 8 markamun! Geggjað!!!
Sáu fleiri leikinn?

Sunday, January 14, 2007

Komið árið 2007

Nú árið er liðið í aldanna skaut... og aldrei það kemur til baka!

Jæja, jú, árið er víst liðið og ýmislegt gerst... Lærði eins og mófó fyrir stærstu próf lífs míns til þessa, þrátt fyrir mikið stress, nokkrar íbúfen og asýran, göngutúra, “pep-up” símtöl, þá tókst mér að komast í gegnum embættisprófin :) Var dugleg að hlaupa úti, fyrstu 2-3mánuði ársins, svo tók stressið við... aðeins of mikið. En, jæja, strax eftir prófin, djamm og svo beint í útskriftaferð til Thailands! Bangkok er æðisleg borg! Heilmikil upplifun að fara með næturlest til Chang Mai (og ó nei, það var sko ekki fancy lest eins og í morðsögum Agötu Christí). Kom sér vel að vera enn í pínku formi eftir hlaupin þegar kom að 3ja daga fjallgöngu í óbyggðum norður Thailands, nálægt landamærum Burma. Eftir púl og töluverðan svita var maður hvíldinni feginn, 5 dagar á sólarströnd... fyrstu 2 fóru samt í klikkaðar harðsperrur dauðans (eftir göngu niður bratta fjallshlíð!). Eftir stutt stopp á Íslandi, nánar tiltetkið rétt nóg til að “un-pack” and “re-pack” þá hélt ég til Svíþjóðar og Danmerkur. Heimsótti Bryndísi, Erik og Ragnheiði :) Var meira að segja í útskriftarveislunni hans Eriks. Lokst tók við stóri dagurinn minn, útskrift! Langþráðu takmarki náð :o) Er enn ekki alveg búin að setja mér næstu markmið... Síðan gerði ég e-ð sem ég hef held ég bara aldrei gert áður. Tók mér sumarfrí!
Nú er ég að nálgast það að vera hálfnuð með kandídatsárið... Hvað tekur við þegar því lýkur er enn óvíst...

Jæja... segjum þessum fréttapistli frá árinu 2006 lokið í bili... kem með fleira bitastæðara á næstunni :-p

Thursday, November 30, 2006

Mótó tónleikar

...og þá er komið að því! Jólatónleikar Mótettukórsins nálgast óð fluga, æfingar í fullum gangi og allt að smella. Heyrðum í Monicu Groop áðan, hún er rosalega flott! Ef e-r á eftir að kaupa miða... þá drífið ykkur að hafa samband, allt að fyllast :) En nú þarf ég hreinlega að reyna að spara röddina, varð pínku rám eftir alla háu tónana á æfingu áðan.
Hlakka samt ofsalega til að syngja á rússnesku, svo ofsalega fallegt lag...
Jæja... myndarskapurinn tók völdin í eldhúsinu í Ofanleitinu í gærkvöldi. Ákvað að múta starfsfólki deildarinnar... nehhh, smá grín. Neinei, í dag var sem sé síðasti daguinn minn á deildinni, skiptum alltaf mánaðarlega. Kom með gómsæta ostasalatið hennar Kristínar sem sló að sjálfsögðu í gegn :)
Er fólk annars farið að spá e-ð í jólin... bakstur, gjafir, partý! Hehehe... já, partý! Það er aðalmálið, að plana skemmtileg jólapartý... Búið að plana eitt og fleiri á leiðinni.

Friday, November 17, 2006

Neyðin kennir...

Burrrrrrh!
Ja, ekki það að ég sé í neinni almennilegri neyð... Er samt svo svakaleg að ég var að enda við að stela lopapeysu af eldri systur minni, til eigin nota að sjálfsögðu. En stal fyrir nokkru yndislegum angúrusokkum af yngri systur minni... Ég veit... er svakalega sjálfhverf og viðurkenni það fúslega!
Djöll er annars kalt úti. Minnir mig bara á 14stiga frostið í Stockholmi á sínum tíma, sælla minninga. Mikið æðislega var nú gott í Stokkí, langar mikið þangað aftur. Verð nú að fara að drífa mig í heimsókn, svo ekki sé nú talað um að ég er farin að finna fyrir fráhvarfseinkennum frá H&M!
Allavega... þá ætla ég eldsnemma í háttinn í kvöld (Veit! Er alveg glötuð!)... en það er vinna alla helgina, 12tíma vaktir... og það er BANNAÐ að verða veikur!!! Heyrið þið það, þið fólk þarna úti, langar að eiga ekkert allt of brjálaða helgi með of miklu af fárlösnu fólki.

Tuesday, November 07, 2006

Hæhæ og hóhó!

Jæja... spurning um að fríska aðeins upp á fréttaflutninginn hér á þessum bæ. Þið eruð bara svo helvíti löt að commentera... sjáum til hvort ég haldi þessu e-ð áfram.
Af mér er það helst í fréttum að ég er búin að vera með hvert matarboðið á fætur öðru, galdrað fram ýmsa rétti og eftirrétti auk kökuboða á síðustu stundu!
Svaka húsmóðurstælar skal ég segj’ykkur... veit satt best að segja ekki hvað kom yfir mig... eða jú annars, hef smá hugmynd... en tölum ekki meir um það.

Ætli ég segi ykkur nú samt ekki e-ð sniðugt. Hef nú aldrei upplifað þetta með þessum hætti fyrr... Anyways, það er vart í frásögufærandi að ég kíkti út á lífið með gamalli vinkonu á laugard.kvöldið (Lísa vinkona úr grunnskóla, hittumst þrjár (ég, Kristín og Lísa) fyrr um kvöldið, elduðum, slúðruðum og duttum í'ða ;)... nema hvað, við lítum auðvitað á Oliver... kemur á óvart! Jæja, hittum þar 2 stráka sem voru í Fellaskóla, í sama bekk og systir hennar Lísu... ég kannaðist nú við annan þeirra, við vorum í smá daðri fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa hist fyrst í APÓTEKI LANDSPÍTALANS! heheh... ok. Jæja, svo kom fleira fólk að spjalla etc... en þegar þeir voru að fara hélt ég fyrst hann ætlaði ekki að segja bless... en ó jújú... þá kom hann til mín, tók í höndina á mér, þrýsti e-u inn í lófann á mér og sagði - gaman að sjá þig aftur! ;o)

Getiði hvað! Ég varð náttúrulega alveg hlessa! Leit svo niður og DÓ úr hlátri!

Fékk í "upp í hendurnar" nafnspjald sem á stóð hans nafn og svo "kandídatspróf í lyfjafræði". Auðvitað hafði hann svo skrifað gsm nr.sitt fyrir neðan... skondið! Fékk einmitt svona nafnspjald sjálf frá Glitni eftir útskriftina í vor og við stelpurnar vorum að djóka með að nota þetta!

Annars gengur vinnan sinn vana gang, er alltaf að læra, lenda í spennandi hlutum og jafnvel lækna fólk! En það er það allra besta, að geta læknað fólkið!
En, jæja, best að fara að horfa á Prison Break...

P.s.Smá documentation frá kokteilakvöldinu okkar um helgina :)