Dr. Togga... bloggari!

Monday, December 19, 2005

Jólin koma...

Styttist óðum í jólahaldið, fólk að fara yfirum á innkaupum, þrifum og bakstri... Finnst kaupmenn hafa náð að breyta jólunum í e-ð stórt “markaðs trix” þs allir eiga að kaupa sem flestar og flottastar gjafir handa fjölskyldu og vinum, sbr ansi skondna auglýsingu frá BT þs öll familían er grenjandi yfir pökkunum í fyrstu – svo er sýnt hvernig viðbrögðin hefðu verið ef gjafirnar hefðu nú verið keyptar í BT (og þá verslað “almennilega”) og þá eru allir kátir og ánægðir, hugfangnir af því sem hefur komið upp úr pakkanum!

Ja, það þarf allavega ekki að gefa mér e-a “stóra eða mikla” gjöf... Mig vantar ekki neitt! Hef það bara alveg ágætt... lifi nú eins og kóngur samanborið við allt indæla fólkið sem við kynntumst í Kenya síðastliðið sumar! En það var einmitt ein af mörgum hugsunum sem skaut upp kollinum þegar heim var komið úr Kenyaferðalaginu og maður fór að “venjast aftur” þessum vellystingum sem við búum við... Við heimsóttum fjölskyldur þs 5-12manns bjuggu þröngt saman í uþb 10fm! Og síðan kom ég heim þar sem ég bý EIN í 80fm!!! Allt fer þetta eftir því hvar þú fæddist í heiminum...

Jæja, nóg um óréttlæti heimsins í bili...

Er að hugsa um að hespa jólakortunum af... það er náttúrulega ekki hægt að sleppa jólakortunum í ár... Var samt að velta fyrir mér að breyta út af “vananum” og skrifa dálítið öðruvísi jólakort... kemur í ljós hvað verður!

kveðja,
Þorgerður

Tuesday, December 06, 2005

Týndi svarti sauðurinn skokkar í myrkrinu!

Já, rafmagnið fór af hluta Garðarbæjar í kvöld... auðvitað þegar við vorum úti að skokka (en það þurfti meira að segja að rýma sundlaug Garðarbæjar... fólk að fikra sig uppúr lauginni og finna fötin sín í myrkirnu :p). Ég sem skyldi ekkert í því af hverju menn væru með ljósastaura en ekki kveikt á þeim (hélt kannski að ekki væri búið að tengja í þessu nýja fína strandhverfi). Anyways, þá endaði það sum sé með því að ég týndist næstum því... Að sjálfsögðu er það dálítið strembið að halda í við þessa maraþonhlaupara í skokkhópnum (fólk sem blæs ekki úr nös við að skokka 15km). Allavega, þá var svo komið að mín dróst dálítið afturúr og sá svo ekki í myrkrinu hvert þau fóru. Endaði nú vel, þs týndi sauðurinn fannst að lokum ;)

Annars er ég núna komin með voðalegt fínirí. Fékk nýjan þráðlausan adsl rouder og myndlykil fyrir skjáinn, sjónvarp í gegnum netið. Allt frítt! Svo senda þeir bara myndargaur að setja þetta upp hjá manni ;)

Húff... er samt búin að vera í ruglinu síðustu tvo daga, þe með lærdóm. Nú er hún Kristín Ólína, vinkona og lærdómsfélagi, ekki á landinu og það gengur bara ekki neitt. Við sem vorum svo duglegar saman í síðustu viku. Er reyndar búin að vera að reddast í e-m málum... Fór svo með ömmu á slysó í gær, hún reyndist fingurbrotin þessi elska.

luego,
Þorgerður