Dr. Togga... bloggari!

Thursday, November 30, 2006

Mótó tónleikar

...og þá er komið að því! Jólatónleikar Mótettukórsins nálgast óð fluga, æfingar í fullum gangi og allt að smella. Heyrðum í Monicu Groop áðan, hún er rosalega flott! Ef e-r á eftir að kaupa miða... þá drífið ykkur að hafa samband, allt að fyllast :) En nú þarf ég hreinlega að reyna að spara röddina, varð pínku rám eftir alla háu tónana á æfingu áðan.
Hlakka samt ofsalega til að syngja á rússnesku, svo ofsalega fallegt lag...
Jæja... myndarskapurinn tók völdin í eldhúsinu í Ofanleitinu í gærkvöldi. Ákvað að múta starfsfólki deildarinnar... nehhh, smá grín. Neinei, í dag var sem sé síðasti daguinn minn á deildinni, skiptum alltaf mánaðarlega. Kom með gómsæta ostasalatið hennar Kristínar sem sló að sjálfsögðu í gegn :)
Er fólk annars farið að spá e-ð í jólin... bakstur, gjafir, partý! Hehehe... já, partý! Það er aðalmálið, að plana skemmtileg jólapartý... Búið að plana eitt og fleiri á leiðinni.

5 Comments:

  • Búin að fjárfesta í miðum. Hlakka mikið til að heyra öll fallegu lögin ykkar.
    Kv. mamma

    By Anonymous Anonymous, at 6:17 pm  

  • Hvernig gengu tónleikarinir?? Ég er ekki búin ad kaupa eina einustu jólagjöf en er búin ad baka smá! Ég og Erik bökudum t.d. eina sort í gaer og Marianne kom med Lussebullar thannig ad vid höfdum smá 1.advent fika! :)

    By Anonymous Anonymous, at 10:27 am  

  • Tónleikarnir gengu svona líka aldeilis vel! Var ferlega gaman og fólk almennt MJÖG ánægt :) Búið að vera samt brjálað prógram sem endaði með lokahófi eftir síðustu tónleikana, mikið sungið og gaman :) Svo sungum við í dag við hátíðlega athöfn þar sem forsetinn afhenti Herði (kórstjóranum okkar) Bjartsýnisverðlaun listamanna.

    Mér þykir þú aldeilis dugleg að vera byrjuð að baka! Ætlaði svoleiðis að vera byrjuð að baka, en fer svo á næturvaktir núna... kannski ég nái samt að baka e-ð fyrir jólasaumóinn :)

    Bið að heilsa til Sverige!

    By Blogger Thorgerdur, at 10:51 pm  

  • Gleðileg jól sæta mín og til hamingju með tónleikana.
    Ég verð bara að sjá þig syngja á næsta ári!
    Hlakka til að sjá þig svo fíleflda á nýju ári hvort sem verður í skokkinu eða í einhverjum misgáfulegum prakkarastrikum sem við finnum uppá.

    Jólakveðja,
    Anna Brynja

    By Anonymous Anonymous, at 10:25 pm  

  • Sömuleiðis skvís!

    By Blogger Thorgerdur, at 10:02 pm  

Post a Comment

<< Home