Dr. Togga... bloggari!

Friday, November 17, 2006

Neyðin kennir...

Burrrrrrh!
Ja, ekki það að ég sé í neinni almennilegri neyð... Er samt svo svakaleg að ég var að enda við að stela lopapeysu af eldri systur minni, til eigin nota að sjálfsögðu. En stal fyrir nokkru yndislegum angúrusokkum af yngri systur minni... Ég veit... er svakalega sjálfhverf og viðurkenni það fúslega!
Djöll er annars kalt úti. Minnir mig bara á 14stiga frostið í Stockholmi á sínum tíma, sælla minninga. Mikið æðislega var nú gott í Stokkí, langar mikið þangað aftur. Verð nú að fara að drífa mig í heimsókn, svo ekki sé nú talað um að ég er farin að finna fyrir fráhvarfseinkennum frá H&M!
Allavega... þá ætla ég eldsnemma í háttinn í kvöld (Veit! Er alveg glötuð!)... en það er vinna alla helgina, 12tíma vaktir... og það er BANNAÐ að verða veikur!!! Heyrið þið það, þið fólk þarna úti, langar að eiga ekkert allt of brjálaða helgi með of miklu af fárlösnu fólki.

8 Comments:

  • Já úff, þvílíkur kuldi... einmitt mikið betra að vera í svona kulda í Sverige því þar getur maður hlýjað sér í H&M ;)

    Kv. Þóra

    By Anonymous Anonymous, at 12:41 pm  

  • Ohhhh... vá hvað ég væri til í það!
    Skemmtu þér vel í H&M, mundu mottóið: Shop till u drop!

    knús,
    Þorgerður

    By Blogger Thorgerdur, at 10:35 pm  

  • H&M fráhvarseinkenni :D :D

    Þú getur alltaf skoðað og pantað úr bæklingnum :D

    kv, Þórir

    By Anonymous Anonymous, at 10:22 pm  

  • Thad er nú barasta fínasta vedur hérna í svergie (allavegana í sudurhlutanum). Búin ad koma ein frostnótt í allt haust, annars hefur hitinn verid milli 5-12 grádur!!! Me like... get ekki sagt ad ég sakni frostsins heima ;)

    Kvedja frá Svíalandinu

    By Anonymous Anonymous, at 3:22 pm  

  • Já... en ég held að fráhvarfið læknist ekki úr bæklingnum, það bara er e-n veginn ekki eins... :o)
    Djí, ætli ég komi ekki bara til Skåne/suður Svergie í sérnám!

    By Blogger Thorgerdur, at 8:04 pm  

  • Mér finnst alveg hreint endilega ad thú eigir ad koma til Skåne!! ... thad er líka svo skemmtilegt fólk sem býr hér ;)

    p.s. í hvert sinn sem ég heyri lagid med scissor systers í útvarpinu thá sé ég Erik fyrir mér ad slá í gegn á dansgólfinu :D

    By Anonymous Anonymous, at 1:48 pm  

  • ahaha... ó... Erik á dansgólfinu :) það er bara æði! Verð nú alveg endilega að drífa mig að koma aftur að heimsækja ykkur bæði :)

    By Blogger Thorgerdur, at 10:54 pm  

  • Það er nú einmitt það góða við að fara í framhaldsnám á Skáni að þá verður ekki friður fyrir ættingjunum!!!
    kv. mamma

    By Anonymous Anonymous, at 6:15 pm  

Post a Comment

<< Home