Malmö og aftur Malmö...
Well well… Togga litla loksins komin heim til Íslands. Kom nú reyndar heim í síðustu viku, ætlaði að taka sólina með mér frá Aarhus en tókst ekki – bara rigningaskítur hér heima. Ætlaði síðan að vera í fríi, en viti menn, var komin á vakt hálfum sólarhring eftir að ég lenti ;o) Er núna á síðustu vaktinni, á Kleppi... brjálað að gera – eða þannig. En hinsvegar er brjálað að gera í undirbúningi fyrir útskrift á laugardaginn, veisla og svo partý á eftir (“.)
Allavega, þá var rosalega gaman í Malmö. Ég og Erik löbbuðum um alla borg, fórum með Nadiu (bestu vinkonu Eriks) í picknic á “Bo 01” (nokkurs konar bryggjuhverfi, nýbyggt), fórum í sveitina og gáfum hestunum, heimsóttum Bryndísi í vinnuna í Lundi, djammað, borðað sushi ofl ofl. Síðan var tekið smá - last minute – shop till you drop! Rétt áður en ég tók lestina til Ragnheiðar í Aarhus. Við Ragnheiður vorum duglegar á djamminu ;o) Skoðuðum aðeins danska “markaðinn”... verst það vantaði Hildi, en hún þurfti að fara fyrr heim. Fórum m.a. í írskt-dansk-íslenskt grillpartý, ógó gaman! Komst að því að ég er bara helv góð í krikket! Já, krikket! (meira að segja með bjór í annarri :) Askolli gott líka að geta bara skroppið út í næsta súpermarkað og keypt meira bús í miðju partýi...
Hef þetta ekki lengra í bili... skelli með einni mynd af mér og Rönku/Ragnheiði í strætó... æi og svo einni þs hún stendur á lestarteinunum... hih, fórum einni stöð of langt í lestinni á leiðinni heim eitt kvöldið og urðum að labba til baka á teinunum :o)
P.s. Fólk er farið að spyrja hversu lengi ég muni stoppa á landinu í þetta sinn... skv “countdowni” eru víst 56dagar í næstu brottför. Að þessu sinni er fjölbreytnin ekki í fyrirrúmi og verður stefnan tekin aftur til Malmö, en nú í stelpuferð á Malmöfestevalen 15.-20.ágúst :o)
Allavega, þá var rosalega gaman í Malmö. Ég og Erik löbbuðum um alla borg, fórum með Nadiu (bestu vinkonu Eriks) í picknic á “Bo 01” (nokkurs konar bryggjuhverfi, nýbyggt), fórum í sveitina og gáfum hestunum, heimsóttum Bryndísi í vinnuna í Lundi, djammað, borðað sushi ofl ofl. Síðan var tekið smá - last minute – shop till you drop! Rétt áður en ég tók lestina til Ragnheiðar í Aarhus. Við Ragnheiður vorum duglegar á djamminu ;o) Skoðuðum aðeins danska “markaðinn”... verst það vantaði Hildi, en hún þurfti að fara fyrr heim. Fórum m.a. í írskt-dansk-íslenskt grillpartý, ógó gaman! Komst að því að ég er bara helv góð í krikket! Já, krikket! (meira að segja með bjór í annarri :) Askolli gott líka að geta bara skroppið út í næsta súpermarkað og keypt meira bús í miðju partýi...
Hef þetta ekki lengra í bili... skelli með einni mynd af mér og Rönku/Ragnheiði í strætó... æi og svo einni þs hún stendur á lestarteinunum... hih, fórum einni stöð of langt í lestinni á leiðinni heim eitt kvöldið og urðum að labba til baka á teinunum :o)
P.s. Fólk er farið að spyrja hversu lengi ég muni stoppa á landinu í þetta sinn... skv “countdowni” eru víst 56dagar í næstu brottför. Að þessu sinni er fjölbreytnin ekki í fyrirrúmi og verður stefnan tekin aftur til Malmö, en nú í stelpuferð á Malmöfestevalen 15.-20.ágúst :o)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home