Dr. Togga... bloggari!

Saturday, April 29, 2006

4 down and 3 to go!

Jæjajæja, mín bara búin með embættisprófin í skurðlækningum. Gekk bara vel í munnlega og verklega, en á hinsvegar alveg eftir að sjá hvað kemur út úr því skriflega. En nenni sko ekki að stressa mig á því. Eftir prófið fór ég í göngutúr með GB litlu, ásamt foreldrum hennar... var dregin á rólóvöllinn... á hælaskónum í sandkassann ;o) Skemmtum okkur konunglega að róla, ég og GB... var búin að gleyma hvað það er gaman þegar maður fær í magann af að róla hratt hratt... hátt upp í loft! Víííí...

Ahhh... Er meira en hálfnuð með embættisprófin og bara 3 próf eftir... reyndar má segja að það séu stærstu prófin... en bara tæpar 2vikur eftir í skóla það sem eftir er! Skrýtið, ég sem er búin að vera 21 ár í skóla!

Anyways... best að halda áfram... öfug stafrófsröð í vitjunarprófinu – sem þýðir að ég er nr.3! Þeir síðustu verða loks fyrstir... ekki það, það hefði nú verið ágætt að hafa aðeins meiri tíma fyrir það próf, en samt svo sum ágætt að drífa það bara af!

Luego!
Soon to be... dr.Togga

5 Comments:

  • Gangi þér vel elskan mín. Ég hef fulla trú á þér!

    Ása Björg

    By Anonymous Anonymous, at 1:09 pm  

  • Takk takk mín kæra!

    By Blogger Thorgerdur, at 4:03 pm  

  • Bara búin med meira en 50%... allt ad koma! :D
    Gangi thér alveg rosalega vel í restinni af prófunum, You can do it ;)

    By Anonymous Anonymous, at 8:06 am  

  • ó... takk kærlega fyrir stuðninginn og peppið! Ofsalega gott að fá svona :*

    Puss og kram!

    By Blogger Thorgerdur, at 9:50 am  

  • Nice! Where you get this guestbook? I want the same script.. Awesome content. thankyou.
    »

    By Anonymous Anonymous, at 4:02 am  

Post a Comment

<< Home