Dr. Togga... bloggari!

Saturday, February 11, 2006

Tíminn líður...

Já... tíminn líður, trúðu mér! (þetta kannast ÁDÍingar allavega við ;o) Það er samt eiginlega hálfalarmerandi hvað tíminn líður hratt. Litla systir að fá bílpróf eftir örfáa daga, langt liðið á febrúar, fyrsta embættisprófið mitt eftir 20daga... shit fuck... úbbs, má kannski ekki segja svona. Ég sé að ég þarf alltaf að plana allt með e-m skemmtilegheitum framundan, partý, utanlandsferðir etc. Held ég bjóði stelpunum bara í mat og sukk þegar við erum búnar með verklegaprófið í kirurgiu/skurðlækningum og prófið í svæfinalækningum. Langar voðavoða mikið að fara með familíunni til Canarí um páskana... en sé að það væri vart skynsamlegt, með hin títt umræddu embættispróf yfir höfði sér. En ég var líklega ekki búin að tilkynna hér á síðunni um næsta stórferðalag mitt... jah, mín er nemlig á leið til Thailands! Í útskriftaferð :) Aldrei að vita hvort ferðin verði svo framlengd... reyndar eru tvær grímur farnar að renna á ferðafélaga minn með það. Smá hræðsla við fuglaflensu og trúarofstæki... sjáum til hvað verður, hvort ég nái að snúa þessu við ;o)

Læt fylgja með... mynd af mér og Ernu, ásamt safaríleiðsögumanninum okkar, erum þarna stödd á landamærum Kenya og Tanzaníu :) Mikið var þetta nú gaman...

1 Comments:

  • P.s. Stóð nú í fyrstu ekki á sama þegar ég var í aðgerð og sérfræðingurinn segir "shit, fuck!"... en svo sá ég að hann sagði þetta nokkuð oft, þó svo aðgerðin gengi bara vel!... :-@

    By Blogger Thorgerdur, at 3:42 pm  

Post a Comment

<< Home