Dr. Togga... bloggari!

Friday, October 28, 2005

First snow of the winter

Fyrsti snjórinn, kalt í morgun, ætlaði í pilsi í dag og vera fín í tilefni föstudags etc... hætti all snarlega við þegar ég leit út. Held að allir séu sammála um að það var askolli kalt!
Dagurinn byrjaði líka hálfsanalega. Kennarinn sem átti að fyrirlesa í fyrstu tveimur tímunum mætti ekki en við bættum úr betur. Tókst okkur að koma upp dvd diski með Friends upp á tjaldið, sátum með ljósin slökkt og horfðum á Friends í "bíó" í Hringsal Barnaspítalans :)

Er voðalega glöð með að ég er komin með nýtt email :) nóg pláss. Skal senda ykkur það fljótlega. Voðalega tæknilega sinnuð í dag. Búin að setja lög, mynd, fullt af læknadóti ofl ofl yfir á nýja fína palminn minn :)
Í leiðindarveðrinu í kvöld held ég að það sé voðalega gott að kúra bara uppí sófa og horfa á e-ð gott í tv... eða jafnvel lesa bókina sem bíður á náttborðinu mínu :)
Góða helgi!

4 Comments:

Post a Comment

<< Home