Dr. Togga... bloggari!

Saturday, October 08, 2005

Ekki búið að éta mig...

Haha... nei, Auja mín, það er ekki búið að éta mig! Er aftur lifnuð við á vefnum :)
Ja, hvað get ég bullað núna. Get allavega sagt ykkur að það var rosa gaman á djamminu í gær, hihi, fór nú samt heim á skikkanlegum tíma og GAT vaknað í morgun. Mætt kl.10 í skokkið og fór 9,5km!!! Verð nú samt að viðurkenna að það var heldur erfiðara en áður, annaðhvort var það mótvindurinn á fyrripart leiðar, eða þá að það var runnið af mér á siðari hlutanum! :o)
Vííí... fór áðan í Skífuna, útsölumarkaðinn og keypti æðislegan geisladisk... keypti nefnilega "Dýrin í Hálsaskógi" - og ekta diskinn, með Bessa Bjarna sem Mikka ref! Hlakka til að hlusta og syngja með ;) sérstaklega vögguvísuna þegar Mikki refur sofnar á verðinum og Lilli læðist niður úr trénu. Eitt af mínum uppáhalds.

1 Comments:

  • Uppáhaldið mitt líka skal ég segja þér ;)

    By Anonymous Anonymous, at 10:53 pm  

Post a Comment

<< Home