Dr. Togga... bloggari!

Thursday, October 06, 2005

Me llamos Thorgerdur

Húfff... aðeins lengra liðið síðan síðast, e-n veginn líður tíminn alltaf of hratt... og pínulítið mikið að gera :) hihi...
Jæja, ýmislegt á daga mína drifið skal ég segj'ykkur... Búin að taka próf, fá fílshjörð á ristina á mér (hættulegt að vera á dansgólfinu á Oliver), halda opnunarfyrirlestur á aðalfundi Læknafélags Íslands, bauð familíunni í mat - er bara afbragðs kokkur og meistari í eftirréttarbakkelsi ;o) prenta út heilan skóg af glósum (ekki grín!), bjarga nokkrum sjúklingum og læra smá í spænsku! huhhhh... já, bara heilmikið.
En þó virðist ekki of mikið fara fyrir "alvöru" lærdómi, er ekki alveg komin nógu vel í gang með það ennþá... But gettin' there!

Get varla beðið eftir nýja fína palminum mínum sem M&P ætla að koma með frá USA :) Vá, hvað ég verð skipurlögð, með uppáhaldslögin og fullt af bókum í sömu græjunni! Hlakka til, já, viðurkenni það fúslega... ég er tækjafrík

Er annars alveg að flippa, held ég sé orðin kúkú... segi betur frá þeim plönum síðar, þegar nær dregur...
Adios, T

1 Comments:

  • Hvaða plön eru það sæta??? Veit ég það kannski?? Þóra

    By Anonymous Anonymous, at 5:07 pm  

Post a Comment

<< Home