Dr. Togga... bloggari!

Friday, May 20, 2005

Euro hvað?!...

Jæjajæja... og Selma komst víst ekki áfram... greyið… mér fannst nú lagið ansi flott en ég var hinsvegar ekki sátt við þennan blessaða samfesting! Íslendingar meira að segja farnir að plana sigurinn, byggja stóra tónleikahöll og alles… O, jæja… það verður víst að hafa það…
Af mér er annars það að frétta að ég er í prófapásu, ef hægt er að kalla það svo : ) Byrja aftur í fyrirlestrum eftir helgi og svo próf á föstud eftir viku. Kláraði barnalæknisfræði prófið í fyrradag… og bara búin að vera að leika mér síðan ;o) Annars var hún amma voða sæt við mig þegar ég var að lesa f prófið… kom færandi hendi með e-ð að maula fyrir mig! Haha… ömmusælgæti, þe meira súkkulaði! + dollu með nammiblandi! Annars gekk nú bara ágætlega að læra f prófið… alltaf finnst manni nú samt maður geta gert betur! En, ég ætla að segja ykkur smá frá nokkrum atriðum sem fram komu við próflesturinn.
Ég komst að því að lesblindu má flokka undir misþroska… þess ber þó að gæta að misþroski er alls ekki sama og þroskaskerðing! Þroskaskerðing þýðir lægri greindarvísitala/IQ en misþroska þýðir einfaldlega það að fólk er misöflugt á hinum ýmsu sviðum þe ójafnvægi er milli þroskaþátta, en greindin er eðlileg! Misþroska er því hugtak en ekki sjúkdómur… það má segja að ekki bara lesblinda flokkist undir misþroskan… heldur líka lagleysi! Þetta fannst mér ansi merkilegt!
En, jæja… einnig má geta þess til gamans, að rannsóknir hafa sýnt fram á tengst milli frjókornaofnæmis og hærri IQ!!! Ég var voða glöð að heyra þetta og fann þar bót á máli við mínu skemmtilega frjókornaofnæmi ;o) en hinsvegar veit ég nú ekki alveg hvort ég geti talist með í þessum flokki, þs ég er svona “late bloomer”… venjulega kemur ofnæmi eins og frjókornaofnæmi, kattarofnæmi osfrv fram hjá börnum við ca 7ára aldur… mitt frjóofnæmi kom hinsvegar ekki fram fyrr en ég var að nálgast tvítugt, og því hugsanlegt að ég sé hreinlega ekki eins gáfuð og hinir… djö… :o(
Hvernig ætli málingarvesenið gangi annars hjá Bryndísi og Peo í Sverige?... hummm… það gekk víst e-ð erfiðlega hjá þeim að velja liti… verð að segja að ég kannast aðeins við þann vanda. Nú er einmitt verið að taka stigaganginn hjá mér í gegn… mála og setja nýtt teppi osfrv. Nema, það hefur einmitt verið voða mikið vesen með að velja liti! Aumingja nágranni minn á hæðinni f ofan var búinn að fara fleiri fleiri ferðir í málningabúðir bæjarins að leita að rétta litnum á handriðið, búinn að kaupa um 15málningaprufur!!! (án grins!) og alltaf var þetta e-ð hálfómögulegt… endaði með því að hann bað mig hvort ég væri ekki til í að kíkja og vita hvort ég sæi e-ð?! Jújú, ég ákvað að reyna… fór eina ferð í eina málningabúð… fékk 2prufur (önnur var nú bara meira svona til að fá samanburð fyrir hina og ákvað bara að taka hana með í bríaríi)… nema hvað… báðir litirnir voru svona ægilega flottir!!! Og voru þetta einu litirnir sem komu til greina! Haha… svo segja mér sérfróðir menn í nákvæmnis- og litatóna vinnu (hún systir mín sem er tannsmiður)… að konur séu bara einfaldlega betri í að velja liti heldur en karlmenn, þær virðist hafa “dýpri” skynjun f litum ;o)

Well… Eurovision á laugarsdaginn verður nú hálfgert prump e-ð… Ísland ekki einu sinni með! Og ég sem var boðin í þetta svakalega Eurovision partý aldarinnar! Með skjávarpa og ALLES! Jæja... en þar er allavega komin enn ein ástæðan til að detta almennilega í’ða ;o) hihi... fer einmitt líka á föstudagskvöldið í BOB veislu (barbeque) hjá Sverri, sem á afmæli! : ) Þar mun að auki fara fram vorfagnaður ÁDÍinga... og hefur komið fram sú tillaga að heimklúbburinn ÁDÍ fylgi trendinu í dag... mun því verða lögð fram sú tillaga að nafninu verði breytt í ”ÁDÍ Group”! ;o) En hópurinn teygir einmitt anga sína víða um heim, til Noregs – land olíu og fisk, Hollands – þar sem allt má flakka, USA – ”the land of dreams”, Kína í fyrra, Indland verður fyrir valinu í maí osfrv... og síðan mun grúppan teygja sig enn fremur til Afríku í sumar ;o)

Jæja, kveð að sinni!
Tobba tótarófa

1 Comments:

  • Eitthvad fór thessi kvenkyns litaskynjun forgördum hja mer, but ohhh well, hafdist ad lokum! ;)
    knus fra Svergie, BR

    By Anonymous Anonymous, at 1:22 pm  

Post a Comment

<< Home