Dr. Togga... bloggari!

Tuesday, May 03, 2005

Ég á ekki til orð...!

Já, ég lenti í alveg hreint ótrúlegu máli... verð bara að segja... að ég á ekki til eitt aukatekið orð yfir þessu! Ég meina'ða!
Fékk mjög undarlegt símtal í dag... kona sem sagðist hafa verið að labba á bílastæði Landspítalans í gær og það hafi verið "bakkað á HENDINA á henni"... hef ekki hugmynd hvernig í andsk.. hún hefur haft uppi á númerinu mínu... anyways... segist hún hafa þurft að fara á slysó, sé brákuð (fyrst hélt hún því fram að hún hefði brákast í "handakrikanum"!!! geri aðrir betur!), eigi að vera í gipsi í 8vikur... hafi talað við lögregluna og þeir sagt henni hvort hún vildi ekki fyrst tala við manneskjuna sem keyrði bílinn... og nú þurfi hún að... "fá út úr tryggingunum"!
Jammm... svo undarlega vildi einmitt til að ég var að bakka út úr stæði í gær, á bílastæði Landspítalans... leit mjög vel í kring um mig þs ég var mjög meðvituð um það að alveg við er dálítið leiðinlegt horn og ég vildi að sjálfsögðu vara mig!... ég bakka NB mjög hægt af stað... þegar skyndilega... er bankað þrisvar sinnum, mjög fast utan í bílinn!!! Ég stöðva bílinn í skyndi... lít við og við mér blasir mjög agiteruð kona sem æpir á mig: "Passaðu þig"!... ég ypti öxlum + hristi höfuð og segist á móti ekki hafa séð hana!
Nema hvað... þá er þetta sama konan! Hún hélt því fyrst fram að ég hefði "bakkað á hendina á henni"... sem mér er nú fyrirmunað að skilja hvernig það er eiginlega hægt án þess þá að bakka frekar yfir tærnar á fólki! En svo viðurkenndi hún það nú að það hefði fokið í hana... og jú... kannski að hún hefði e-ð danglað í bílinn... (mamma er mér til vitnis þs ég setti nú símann á speaker!)... en... nei, tilgangurinn með símtalinu var ekki sá að hún ætlaði að "sue my ass of"... heldur vildi hún láta mig vita hvað hefði gerst...
Verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki alveg... og konan hljómaði fremur undarlega með þetta allt saman... ??! Hvernig er hægt að "bakka 3x á hendina á fólki"???... enda bakkaði ég ekkert á konugreyið... hún hefur bara lamið sig sjálf til óbóta á bílnum mínum!... best að fara nú og kanna hvort bíllinn minn sé ekki bara "brákaður" líka!

4 Comments:

  • Fyrr má nú vera fyrirgangurinn i manneskjunni, fólk er fífl....
    Bestu kvedjur fra Svergie :)

    By Anonymous Anonymous, at 2:51 pm  

  • Lagðir þú fyrir utan geðdeildarhúsið eða????auja

    By Anonymous Anonymous, at 7:02 pm  

  • Hvað er að hjá fólki???
    Þóra Kristín

    By Anonymous Anonymous, at 7:57 pm  

  • Þakka stuðninginn... :)
    Lagði meira að segja ekki f utan geðdeildarhúsið! ábyggilega samt öruggara að leggja þar :)

    By Blogger Thorgerdur, at 5:37 pm  

Post a Comment

<< Home