Dr. Togga... bloggari!

Monday, April 11, 2005

Sumarráðningarstress!

Af mér er allt fínt að frétta... er aftur komin í djammfílinginn... hihi... búin að jafna mig eftir Kanaríeyja djamm, pestir etc... og mín bara öflug í'ðí síðustu helgi! Endaði m því að fara á tvöfalt djamm... Vísindaferð á föstudeginum, sem endaði í hörku danssveiflu við Unni, skáfrænda minn og fleiri. Tókst svo að dobbla Hildi sætu til að kíkja pínu út á laugard kvöldinu sem endaði í... ja... smá hvítvínssötri ofl.
Það sem helst er á döfinni núna... er náttúrulega stress fyrir yfirvofandi sumarráðningarfund félags læknanema!!! Er orðin hræðilega hrædd um að ég komist kannski ekki til Kenya eftir allt saman... eða í versta falli fái bara hreinlega ekki vinnu... eða þurfi að dúsa í e-u krummaskuði í allt sumar... sheize... segi nú bara ekki meir! Fundurinn er sum sé nk fimmtudagskvöld... og annað hvort verður mín glöð með sitt... eða (sem líklegra er) að mín verði fyrir voðalegu svekkelsi... ohhhh... þoli ekki svona óvissu!!!
Jæja... verð víst að þjóta... er í ofanálag m 2 stór verkefni sem ég þarf að skila/flytja (klíník + stúdenta rapport f sérfræðingana!) í þessari viku, nánar tiltekið á fim + fös... :) Á nú alveg eftir að sjá hvernig það mun ganga...

bleeessss bleeesss!
"Togga trekkta"

2 Comments:

  • Blessuð vertu, með þinni heppni verður þú í önvegisjobbi í sumar!Engar áhyggjur! auja

    By Anonymous Anonymous, at 3:19 pm  

  • Takk f peppið snúlla :) Já... þú segir það. Kemur allt í ljós, annað hvort verð ég að "mala gull" e-s staðar... nú eða lepja...ja, nei fæ nú allavega e-ð ;o) knús,ÞG

    By Blogger Thorgerdur, at 10:20 pm  

Post a Comment

<< Home