Dr. Togga... bloggari!

Friday, March 18, 2005

Going to Afrika!

Já... ég er á leiðinni til Afríku... Held við séum komin hálfa leið í huganum, erum öll orðin svo spennt að fara! hihi... búin að hittast tvisvar til að plana þetta og hvernig við ætlum að tækla það að nálgast hjálpargögn til að hafa með... hvaða styrki við getum sótt um osfrv. Ferlega spennó! Förum sem sé 4 læknanemar saman... og það verður ógeðslega gaman! Ágúst er víst besti tíminn hvað varðar dýralífið, antilópur, gnýir og önnur hjarðdýr eru að flytja sig um set... og öruggleg hægt að ná æðislegum myndum :)

Annars er ég nú bara alltaf í verknámi... er nú hálfpartinn farin að vinna hérna á heilsugæslunni... hihih... voða gaman og gagnlegt! Styttist þó í Kanarí!!! hlakka til... það verður æði að komast í smá sól og yl, er víst búið að vera um 25°C í Mas Palomas þs við verðum... verður líka gaman að komast í spennandi búðir eins og Zöru, Mango, Stradivarius osfrv Við systur ætlum sko að hafa það gott! Nú svo er Erna líka að koma til Kanarí ;o) svo það verður örugglega e-ð kíkt á djammið... Mar' verður nú að standa undir merkjum ÁDí... hihih

Well... got to go... ciao!
dr.T

1 Comments:

  • Heeeeeeeeeey! Ertu að fara til AFRÍKU! Vúhú ... passaðu þig á hýenunum!!

    By Blogger Anna Brynja, at 8:57 pm  

Post a Comment

<< Home