Dr. Togga... bloggari!

Monday, February 21, 2005

Action í ER

Jæja... þá er maður loksins kominn heim eftir 13tíma "útlegð"... sem reyndar telst nú ekki vera mikið þs nú er maður orðinn vanur 24tíma vöktum! :) En, anyway... þá fór ég á verklegt endurlífgunarnámskeið eftir verknámið í dag. Vorum að læra á stuðtækin og svonna... nú og æfa okkur í að læra hvenær má stuða og hvenær byrjar maður á e-u öðru... nú og hvenær og hvaða lyf á að gefa osfrv. Það á sem sé að stuða strax í Ventricular tachycardiu eða Ventricular fibrillation ("V tac" og "V fib" eins og þeir segja í ER ;)... Nema ég var helst til "stuð glöð"... var í miklu stuði og vildi bara stuða og stuða... helst án þess að stoppa á milli til að ath hvort aumingja gínan (sem var "sjúklingurinn") væri kannski komin í réttan takt eða ekki! hihih... vona að þetta verði nú ekki svona in real life!
Annars var gærdagurinn bara "þvottadagurinn mikli"... var komin með góðan slatta af óhreinataui (ekki það að ykkur myndi langa að vita það!)... en toppurinn var samt að fara út í göngutúr með Ástu systir og Guðrúnu Birnu í vagninum :o) Ýkt sætt! Hún er svo mikil dúlla! Ótrúlega nice líka að vera lítill og lúlla í vagninum sínum! Ég man eftir því þegar ég var lítil og var orðin of stór í vagninn minn... en ég vildi fara út að sofa í vaginum! (veit ekkert betra)... neitaði að láta þar við sitja og reyndi að troða mér ofan í vagninn!!! Þetta var svona brúnn Silverkross vagn og ég man vel eftir þessu :) Svona var maður þrjóskur... hihi... og er kannski pínu enn :p

Nóg í bili,
túddilú!
ThG

0 Comments:

Post a Comment

<< Home