Buenos dias chicas!
Var í fæðinga-og kvensjúkdóma prófinu í dag... gekk bara, ja, svonnnaaa allt í lagi... Þetta var blanda af verklegu og munnlegu prófi, með skriflegu í restina... Allt í bland :) Bara voða gaman! Hlaupandi upp um allt hús... mismunandi verkefni á hverjum stað auðvitað... Held ég sé barasta orðinn algjör sérfræðingur í pre-eclampsiu, á mannamáli: meðgöngueitrun.
Svo var ég auðvitað æðislega dugleg að trimma eftir prófið :) Hjólaði 4km... skokkaði, lyfti osfrv Ohhh... hvað manni líður alltaf VEL á eftir!
Er svo að fara upp á Skaga í fyrramálið... fer meira að segja á hreinum og ný bónuðum bíl! :)
Skemmst frá því að segja... að hún Imba fox, öðru nafni "Inga foxy lady"... sem er einmitt að gera það gott úti í France as we speek... nema hvað, að hún Imba tók sig til og bjó til bloggsíðu fyrir okkur allar vinkonurnar! :) En við þe saumaklúbburinn, kynntumst einmitt í 3ja bekk í MR... fyrir, ja, ansi mörgum árum orðið síðan... any ways... Linkinn á bloggið okkar er að finna hér til hliðar undir "Buenos dias chicas!!!..." eða http://blog.central.is/friendsforever
Bæó í bili ;o)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home