Dr. Togga... bloggari!

Saturday, March 05, 2005

Skagamær...

Hahaha... haldiði'ggi að ég verði bara á heilsugæslunni á Akranesi í staðinn fyrir Eyjum! Híhí... :) Er voða kát með það! Þá þarf maður bara að leggja snemma af stað á morgnanna... tekur þó ekki nema nákvæmlega 35mínútur að keyra á Skagann heimanað frá mér! Bara svipað og ef maður lendir í brjálaðri traffík á leið frá Kóp til Rvk á morgnanna ;o) Fæ líka greiddar ferðir daglega, í göngin og smá í bensín... ekki amarlegt! Líka alltaf gaman að kíkja á Skagann... skemmtilegra að þekkja aðeins til... þarf endilega að ath hvort gamla vinkona mín er nokkuð flutt aftur á Skagann, gæti þá litið við hjá henni :)
En... annars er ég bara að læra... svona á laugardagskveldi... heima í rólegheitum að lesa obgyn og japla á M&Mi... ihih... ömmu fannst ég endilega þurfa að hafa e-ð að jappla á yfir lærdómnum og gaf mér poka af M&M :) hún er svo sæt! Er samt að lesa... ja, má segja... með "grátstafina í kverkunum" yfir því að kvennakúrsinn sé búinn! Fannst svo obboslega gaman! Það er nokkuð ljóst að ég verð að ráða mig á kvennadeildina e-n tíma eftir námið, á meðan maður er að ákveða sérgrein...

Jæja... ætla að halda áfram... er að lesa um fjölburameðgöngur! ;o)

P.s. Var ægilega svekkt síðasta fim... að vera að vinna... og missa af vöffluboði ÁDÍ!!! Frétti að þar hefðu verið dýrindisvöfflur og gúmilaðismeðlæti...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home