Dr. Togga... bloggari!

Saturday, April 02, 2005

Aprílgabbið...

Hihi... já, hún Imba mín er algjört æði! Haldiði að gellan hafi ekki sett aprílgabb á bloggið sitt! Það voru nú ekki allir sem föttuðu að þetta væri gabb... sem er nú bara skemmtilegra :) Hún sagðist vera komin m Kóreyskan kærasta í Suður-France, lofaði myndum og að hann væri svo góður kokkur etc. Imba grallari! :) þú ert bara æði!!!
Fór annars á Miss Congenialty 2 um daginn... hún var nú bara frekar fyndin. Bauð Þóru, strákamömmu, vinkonu minni með mér í bíó þs ég átti boðsmiða ;) Kíktum svo heim til Þóru á eftir og ég meira að segja náði að hitta strákana smá :) var voða ánægð. Alltaf gaman að hitta hann Viktor vin minn, hann var nú samt hálfsofandi greyið... hihi. Arnór litli bróðirinn vaknaði og þar með vakti hann Viktor líka, algjörar snúllur! Ótrúlega fyndið hvað Arnór er svakalega líkur pabba sínum!
Jæja... annars flippaði mín alveg í búðum á Kanarí... sleppti mér í skókaupum... hihi, keypti fern skópör á einu bretti! Nú og dressaði mig pínu upp. Svo varð ég svo helv... brún að ég var eiginlega hálffegin að hafa hamskipti/flagnað, öll brúnkan hvarf næstum því. En, í alvöru talað þá var ég á tímabili smeyk um að börnin á LSH yrðu bara hrædd við mig! en þarf víst ekki að hafa áhyggjur af því :)
Ciao tutti!

1 Comments:

Post a Comment

<< Home