Tiltekt...
Mikið er það skrýtið þegar maður byrjar að taka til, svona smá dót upp um hér og þar... en það endar eiginlega meira með tilfærslu á drasli?!!
Jæja, er allavega búin að "færa til" draslið af skrifborðinu mínu, svo ég geti farið að læra aftur (eftir þetta skrýtna próf í gær, þar sem prófað var úr allt öðru en því sem actually var til prófs!).
Fór annars í IKEA í gær eftir prófið, sem er nú ekki frásögu færandi nema það að jólin eru barasta komin og hálf þjóðin mætt í búðina. Ég var nú lítið skárri en aðrir og keypti náttúrulega e-ð jóladót. En keypti reyndar líka voðalega sætar eldhúsgardínur, hvítar felligardínur sem ég skreytti svo með jólasnjókornum,silfruðum (þarf sko ekkert endilega að vera jólaskraut). Er ekki með neðri kappa... og því hálfpartinn "on display" fyrir nágrönnunum. Á pínu eftir að venjast því. En held ég hafi slegið allt út með því að vera með rauða kertastjaka í glugganum... hihi... vona að "rauða ljósið" misskiljist ekki :o)
Farin að læra...
P.s. Hvað haldiði, skokkhópurinn minn bara kominn með heimasíðu! ;o)
Jæja, er allavega búin að "færa til" draslið af skrifborðinu mínu, svo ég geti farið að læra aftur (eftir þetta skrýtna próf í gær, þar sem prófað var úr allt öðru en því sem actually var til prófs!).
Fór annars í IKEA í gær eftir prófið, sem er nú ekki frásögu færandi nema það að jólin eru barasta komin og hálf þjóðin mætt í búðina. Ég var nú lítið skárri en aðrir og keypti náttúrulega e-ð jóladót. En keypti reyndar líka voðalega sætar eldhúsgardínur, hvítar felligardínur sem ég skreytti svo með jólasnjókornum,silfruðum (þarf sko ekkert endilega að vera jólaskraut). Er ekki með neðri kappa... og því hálfpartinn "on display" fyrir nágrönnunum. Á pínu eftir að venjast því. En held ég hafi slegið allt út með því að vera með rauða kertastjaka í glugganum... hihi... vona að "rauða ljósið" misskiljist ekki :o)
Farin að læra...
P.s. Hvað haldiði, skokkhópurinn minn bara kominn með heimasíðu! ;o)
2 Comments:
Já ljósið mitt, það er eins gott að þú býrð ekki í 8 fm. En þá væri auðvitað fljótlegt að taka til.
Kveðja mamma.
By Anonymous, at 9:09 pm
Haha, nehei, það væri nú örugglega ekki pláss fyrir mig og allt mitt hafurtask í 8fm :) þó það hefði sýna kosti varðandi tiltektina...
By Thorgerdur, at 11:53 pm
Post a Comment
<< Home