Dr. Togga... bloggari!

Thursday, October 20, 2005

Bloggidíblogg

Jahérna hvað tíminn líður alltaf... skrýtið. Áður en maður veit af fara jólin bara að koma! Þá fara allir að koma heim í jólafríinu, þe þeir sem eru erlendis í námi etc. Alltaf voða gaman að hitta vini sína á ný, heyra hvað á daga fólks hefur drifið osfrv.
Hver veit nema maður skelli sér í e-r utanlandsferðir, ja, annað hvort fyrir eða hreinlega eftir áramót. Kíki í heimsókn til vina og vandamanna erlendis. Verð að viðurkenna að ég væri voðalega til í það. Það var til dæmis ferlega gaman þegar ég heimsótti Bryndísi í Lundi, í þá daga er ég var sjálf í Stockholmi, Hildur kom líka og svo hittum við Þórhildi í Köben - á leið til Ragnheiðar í Aarhus :) jájá... gaman gaman... set því hér eins og tvær svipmyndir frá Kóngsins Köbenhavn! Alltaf gaman að koma til Köben. Nú og kannski má teygja lopann og segja að þetta sé líka til heiðurs nýfæddum Danaprinsi.

5 Comments:

  • Já talandi um útlönd, þú ert sko ekki ein um að langa í ferðalag;) Annars held ég að það sé bara kominn tími á að hittast fljótlega.
    Kv. Þóra og strákarnir.

    By Anonymous Anonymous, at 10:14 pm  

  • Hæ snúll!!!
    Yes það er nú naðsynlegt að fara sem oftast til útlanda. Ertu hætt við þú veist???

    By Blogger Fóa Lidda, at 11:35 am  

  • Já ég er endilega til í hitting fljótlega! Strákarnir stækka líka svo fljótt... mar má ekki missa af :) Viktor gæji bara kominn með email ;o) flottur á'ðí!

    Ja, Fóa mín... er svona 90%viss að hætta við þetta. Kemur náttla alltaf upp e-r smá ádeila í hausnum, en ég held satt að segja að þetta sé "the smart thing to do". Sé ég þig ekki á miðvikudaginn?!

    By Blogger Thorgerdur, at 1:21 pm  

  • Endilega kíktu í heimsókn, thú ert allavegana alveg hjartanlega velkomin :) kramar,Bryndís

    By Anonymous Anonymous, at 6:58 am  

  • Takk takk Bryndís mín! Ég get sko lofað því að það styttist óðum að ég kíki í heimsókn til þín ljúfan! :)

    By Blogger Thorgerdur, at 8:58 pm  

Post a Comment

<< Home