Dr. Togga... bloggari!

Tuesday, November 29, 2005

Afturendi minn alltaf í...

Sjónvarpinu! Alveg dæmigert... undanfarið hafa fréttir af Lansanum (LSH = Landspítala Háskólasjúkrahús) verið tíðar. Eru menn þá ekkert að fara að taka endalaust nýjar myndir af "actioninu" á spítalanum heldur notast við eldra efni (skiljanlega).
Nema þetta eru sumsé myndir frá því e-n tíma í sumar, þegar undirrituð var við störf á stofnuninni. Tekst ekki betur til en svo að endalaust er verið að sýna myndir af bakhluta mínum! Þótti þetta nú dálítið fyndið, fyrst þegar þetta kom í fréttum í sumar (man nú ekki um hvað hin eiginlega frétt var), en allavega þekkti bekkjarbróðir minn baksvip minn í sjónvarpinu - en pabbi tók ekkert eftir því að dóttur hans hefði brugðið fyrir!
Mér er nú samt hætt að þykja þetta fyndið... geta þeir ekki tekið nýjar myndir for cryin' out loud?!


Anyways... stefnumótið við Che var náttla bara æði... horfðum á "Motorcycle diaries". Flott mynd með fallegum myndaskotum! Reyndar spillti svo sum ekki fyrir, myndarlegi aðalleikarinn :)
Hefur þetta bara eflt áhuga minn á að ferðast til S-Ameríku... þau plön verða þó líklega að bíða e-ð í bili... Þessa stundina er ég að velta fyrir mér smá interrail ferðalagi, spurning hvort það verður næsta ferðalag eða hvað? Kemur allt í ljós :) Ætla allavega að læra aðeins meira í spænskunni áður en ég fer til S-Am.

Best að klára að lesa Dubin fyrir svefninn... besta bók sem ég hef lesið, kennslufræðilega séð... If anyone's reading (and doesn't understand my icelandic ;) - Am just finishing reading "Rapid interpretation of EKG's" by
Dubin, by far one of the best books from a teaching point of view...

"Búkalú" með Stuðmönnum hljómar í eyrum mér - og ég held áfram að lesa :)

10 Comments:

  • Hvernig er thad, er verid ad sýna Greys anatomy heima?? Snilldar thaettir...

    By Anonymous Anonymous, at 2:52 pm  

  • Ójá!!! Elska þessa þætti!
    Það er búið að sýna fyrstu seríuna... just loved it :) Get bara ekki beðið eftir næstu seríu.

    By Blogger Thorgerdur, at 11:18 pm  

  • Hey þú kemur með mér og Eymari til Costa Ríka eftir áramót - ég kenni þér spænskuna bara á leiðinni í flugvélinni graaaarrrribba

    By Blogger Anna Brynja, at 5:13 pm  

  • It's a done deal! ;) Kem bara með...
    Svo var nú reyndar verið að reyna að fá mig með til Chile í byrjun mars... bara verst ég á að vera í prófum þá...hummmm... spörning hvort ekki sé hægt að hnika því e-ð :p

    By Blogger Thorgerdur, at 10:49 pm  

  • þú getur líka bara farið á interrail og komið við í Rott :) :) þar verður nú gaman í júní :) :) :)

    knús V

    By Anonymous Anonymous, at 3:27 pm  

  • Var einmitt búin að hugsa það :) Gaman gaman ;o)

    By Blogger Thorgerdur, at 11:40 pm  

  • Hver er Che?

    Asa forvitna i utlondum

    By Blogger Ása Björg, at 1:02 am  

  • Jah... það á allt sínar einföldu útskýringar... og auðvelt að orða hlutina svo aðrir skilji á annan veg :p

    By Blogger Thorgerdur, at 10:00 pm  

  • Ef þú ferð til S-Ameríku þá KEM ÉG MEÐ!!!!!

    Kveðja,
    Hildur

    By Anonymous Anonymous, at 3:45 pm  

  • Gaman gaman!
    Þá er það ákveðið :) ÞÚ KEMUR MEÐ!

    By Blogger Thorgerdur, at 2:37 pm  

Post a Comment

<< Home