Jólin koma...
Styttist óðum í jólahaldið, fólk að fara yfirum á innkaupum, þrifum og bakstri... Finnst kaupmenn hafa náð að breyta jólunum í e-ð stórt “markaðs trix” þs allir eiga að kaupa sem flestar og flottastar gjafir handa fjölskyldu og vinum, sbr ansi skondna auglýsingu frá BT þs öll familían er grenjandi yfir pökkunum í fyrstu – svo er sýnt hvernig viðbrögðin hefðu verið ef gjafirnar hefðu nú verið keyptar í BT (og þá verslað “almennilega”) og þá eru allir kátir og ánægðir, hugfangnir af því sem hefur komið upp úr pakkanum!
Ja, það þarf allavega ekki að gefa mér e-a “stóra eða mikla” gjöf... Mig vantar ekki neitt! Hef það bara alveg ágætt... lifi nú eins og kóngur samanborið við allt indæla fólkið sem við kynntumst í Kenya síðastliðið sumar! En það var einmitt ein af mörgum hugsunum sem skaut upp kollinum þegar heim var komið úr Kenyaferðalaginu og maður fór að “venjast aftur” þessum vellystingum sem við búum við... Við heimsóttum fjölskyldur þs 5-12manns bjuggu þröngt saman í uþb 10fm! Og síðan kom ég heim þar sem ég bý EIN í 80fm!!! Allt fer þetta eftir því hvar þú fæddist í heiminum...
Jæja, nóg um óréttlæti heimsins í bili...
Er að hugsa um að hespa jólakortunum af... það er náttúrulega ekki hægt að sleppa jólakortunum í ár... Var samt að velta fyrir mér að breyta út af “vananum” og skrifa dálítið öðruvísi jólakort... kemur í ljós hvað verður!
kveðja,
Þorgerður
Ja, það þarf allavega ekki að gefa mér e-a “stóra eða mikla” gjöf... Mig vantar ekki neitt! Hef það bara alveg ágætt... lifi nú eins og kóngur samanborið við allt indæla fólkið sem við kynntumst í Kenya síðastliðið sumar! En það var einmitt ein af mörgum hugsunum sem skaut upp kollinum þegar heim var komið úr Kenyaferðalaginu og maður fór að “venjast aftur” þessum vellystingum sem við búum við... Við heimsóttum fjölskyldur þs 5-12manns bjuggu þröngt saman í uþb 10fm! Og síðan kom ég heim þar sem ég bý EIN í 80fm!!! Allt fer þetta eftir því hvar þú fæddist í heiminum...
Jæja, nóg um óréttlæti heimsins í bili...
Er að hugsa um að hespa jólakortunum af... það er náttúrulega ekki hægt að sleppa jólakortunum í ár... Var samt að velta fyrir mér að breyta út af “vananum” og skrifa dálítið öðruvísi jólakort... kemur í ljós hvað verður!
kveðja,
Þorgerður
6 Comments:
Já, thad vaeri nú heldur mikid sjokk ef madur aeti ad fara ad búa med stórfjölskyldunni í 10 fm med utikamar! Vid höfum thad svo sannarlega gott! Veit ekki hvort thad verda einhver jólakort hjá mér í ár....ekki búin ad skrifa thau enntha! Sjáumst eftir 3 daga :D
By Anonymous, at 8:52 am
ég er sömuleiðis ekki bjartsýn á jólakortaskrif, ég mun samt gera mitt besta. Allavega virðist sem ég muni verða búin að versla jólagjafirnar nokkrum dögum fyrir jól, sem er mjögt óvenjulegt fyrir mig (enda oft á því að versla allt þann 23!) svo kannski gefst tími til að skrifa nokkur kort.
Ég er sammála þér Togga mín með þessa jólagjafaGEÐVEIKI! Mér finnst reyndar sem jólastemmningin hér í DK sé aðeins afslappaðri en heima, en það er kannski af því að ég er meira í búðunum niðri í bæ, en er ekki inni í einhverri úttroðinni Kringlu eða Smáralind. Jæja, hlakka rosalega til að sjá ykkur,
Kveðja,
Hildur
By Anonymous, at 3:41 pm
Muna bara að anda rólega og hlæja nógu mikið að þessum vitleysingum sem gleyma sér í brjálæðis hringiðunni - ekki nenni ég því ...
By Anna Brynja, at 12:00 am
Haha... já, það er alveg satt! Maður má sko ekki gleyma sér í þessu :) Íslendingar ættu kannski að taka upp þennan sið Dananna að fyrsta helgin í des er AÐALjólagjafakaupatíminn... (vá, langt orð, sem ég held, skv "MR stafsetn." að eigi að vera í einu orði :/ ahh, er annars löngu búin að ýta út þeim upplýsingum úr heilanum, vantar pláss fyrir svo margt annað :p
By Thorgerdur, at 11:51 am
P.s. Hlakka líka til að sjá ykkur skvísur! ;o)
P.p.s. Anna Brynja mín... hvunær eigum við að hittast og spjalla ;o)
By Thorgerdur, at 11:52 am
Mjög fljótlega Goggulu mín!
Verðum í bandi smoooooch
By Anna Brynja, at 3:30 pm
Post a Comment
<< Home