Dr. Togga... bloggari!

Tuesday, December 06, 2005

Týndi svarti sauðurinn skokkar í myrkrinu!

Já, rafmagnið fór af hluta Garðarbæjar í kvöld... auðvitað þegar við vorum úti að skokka (en það þurfti meira að segja að rýma sundlaug Garðarbæjar... fólk að fikra sig uppúr lauginni og finna fötin sín í myrkirnu :p). Ég sem skyldi ekkert í því af hverju menn væru með ljósastaura en ekki kveikt á þeim (hélt kannski að ekki væri búið að tengja í þessu nýja fína strandhverfi). Anyways, þá endaði það sum sé með því að ég týndist næstum því... Að sjálfsögðu er það dálítið strembið að halda í við þessa maraþonhlaupara í skokkhópnum (fólk sem blæs ekki úr nös við að skokka 15km). Allavega, þá var svo komið að mín dróst dálítið afturúr og sá svo ekki í myrkrinu hvert þau fóru. Endaði nú vel, þs týndi sauðurinn fannst að lokum ;)

Annars er ég núna komin með voðalegt fínirí. Fékk nýjan þráðlausan adsl rouder og myndlykil fyrir skjáinn, sjónvarp í gegnum netið. Allt frítt! Svo senda þeir bara myndargaur að setja þetta upp hjá manni ;)

Húff... er samt búin að vera í ruglinu síðustu tvo daga, þe með lærdóm. Nú er hún Kristín Ólína, vinkona og lærdómsfélagi, ekki á landinu og það gengur bara ekki neitt. Við sem vorum svo duglegar saman í síðustu viku. Er reyndar búin að vera að reddast í e-m málum... Fór svo með ömmu á slysó í gær, hún reyndist fingurbrotin þessi elska.

luego,
Þorgerður

0 Comments:

Post a Comment

<< Home