Af hverju ekki kalkún?
Dreymdi kalkún... hvað svo sem það þýðir. Fletti því upp. Þýðir það veikindi dreymanda (svo hann þarf að fara varlega; muna taka lýsið og vítamín!). En að sjá kalkún spígspora þýðir að dreymandi leggur andstæðing sinn að velli! Kýs að trúa hinu síðarnefnda... vona (ekki einusinni í laumi) að andstæðingurinn séu embættiprófin mín í dulargervi... (verð að muna þetta þegar Björn Rúnar grillar mig í munnlegri medicine með ónæmisfræðilegu ívafi... sé hann bara fyrir mér sem spígsporandi kalkún! :o)
3 Comments:
Múhahahahaha :) Hvurlags draumfarir eru þetta þessa dagana? :) hehe
By Anonymous, at 11:35 am
Þetta kemur nú úr hörðustu átt!... segir sú sem brýst inn á elliheimili og stelur fötum... í draumi ;o)
By Thorgerdur, at 9:11 am
Great site lots of usefull infomation here.
»
By Anonymous, at 1:32 pm
Post a Comment
<< Home