Dr. Togga... bloggari!

Saturday, April 01, 2006

Borga borga...

Vá... var að borga hrikalega mikið í gær. Greiddi Thailands ferðina og það var sko ekki ódýrt! Vorum líka hálfur bekkurinn að hringja í banka og kortafyrirtækin til að hækka heimildina. Hálfskondið þs við stóðum saman 5 stk úr bekknum inni á skrifstofunni og allir í símanum að biðja um hærri heimild... Fengum það fyrir rest... En reikningurinn verður líka “pínu” hærri hjá mér þs ég er líka búin að panta far til Köben í ágúst :) Stelpuferð á Malmöfestevalen – og ég er ekkert lítið spennt! Jæja... best að spýta í lófana og fara að lesa, eða öllu heldur HRAÐLESA! Ekkert sem heitir! (ef maður ætlar nú að útskrifast í vor)

P.s. Var nú að spá í að sleppa að skrifa færslu... þs ég vildi nú helst hafa Dr.Shepherd áfram ;)
P.p.s. Munið að taka frá 24.júní... því þá verður veisla!

6 Comments:

  • ég mæti í veisluna!

    By Blogger Hildur Finnbogadóttir, at 6:56 pm  

  • Vá hvað yfirdrátturinn verður samt þess virði þegar þú ert komin út til Tælands... langar svooooo mikið að fara þangað aftur!!!
    Kv, Guðný

    By Blogger Guðný, at 7:27 pm  

  • Það verður sko aldeilis gaman að fá þig heim Hildur mín! Frábært að þú skulir komast :)

    Já... get vel trúað því að það sé þess virði :) Förum líka í e-a rosa fjallgöngu, fílreiðar ofl.ofl. Hlakka hrikalega mikið til!

    By Blogger Thorgerdur, at 10:17 am  

  • Really amazing! Useful information. All the best.
    »

    By Anonymous Anonymous, at 4:02 am  

  • Great site loved it alot, will come back and visit again.
    »

    By Anonymous Anonymous, at 1:32 pm  

  • I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
    »

    By Anonymous Anonymous, at 7:14 pm  

Post a Comment

<< Home