Spítalalífið og Grey's Anatomy...

Verð að segja að “Grey’s Anatomy” þættirnir eru bara hrein og bein snilld! Ekki amarlegt að horfa á flotta kirurga spássera um... sápan gæti meira að segja næstum því gerst á íslensku sjúkrahúsi... ;) En það er líka rosalega gaman að heyra í Emiliönu Torrini, flott hjá henni. Platan hennar, “Fisherman’s Woman” er líka æðisleg... og búin að hljóma í ja, síðustu amk 4 þáttum af Grey’s Anatomy.
Vogaði mér að kíkja pínu út á föstudagskvöldið... fengum okkur smá öl... óraði samt ekki fyrir því hvern ég rakst svo á... Skrýtið að rekast á fólk sem maður á svo sannarlega EKKI von á... anyways. Áfram með smjörið!
Næsta próf eftir... 37daga... ógrynni af lestri þangað til... og svo Thailand 14.maíííííí...
13 Comments:
Vertu nú dugleg ad lesa krúttid mitt :) Heyrumst
By
Anonymous, at 8:26 am
Dugleg að lesa skvísa! Ég er nú voða forvitin, á hvern rakstu? Annars fór ég út á laugardagskvöldið og kom ekki heim fyrr en kl 0600, geri aðrir betur. Gangi þér vel á Baró
By
Anonymous, at 1:12 pm
Gaman þegar fólk er svona duglegt að commentera :) luv it! Þá verð ég líka duglegri að blogga... En ég skal líka vera SVAKALEGA dugleg að læra ;) takk fyrir peppið! knús
By
Thorgerdur, at 8:51 pm
SÁSTU ELVIS?? ÉG VISSI HANN VÆRI EKKI DAUÐUR HIHIHIHIHIHI
Gangi þér vel elskan og þú mátt alltaf bjalla ef þig vantar pásu frá bókunum !!
By
Anna Brynja, at 9:09 pm
Já! Elvis býr reyndar við hliðin á mér :) og var að verða pabbi um daginn! hahah...
Takk fyrir það snúlla mín! Mun örugglega bjalla í þig fljótlega, e-ð svo langt síðan ég hef séð þig! :)
By
Thorgerdur, at 8:34 pm
Gangi vel að lesa, það verður gaman 13. maí!! Annars er ég einmitt búin að vera límd yfir Grey's anatomy síðustu mánudaga;)
By
Guðný, at 9:38 pm
Hæ, hæ
Ég væri til í að það væri byrjað að sýna Greys Anatomy aftur í DK. Það er ekkert skemmtó í TV-inu hérna, fyrir utan Despó!
Eníveis, þarf víst líka að fara að læra. Fór óvart á djammið í gær og er búin að vera heavy þunn í allan dag.
Gangi þér vel í lestrinum.
By
Hildur Finnbogadóttir, at 6:59 pm
Sammála þér með diskinn hennar Emilíönu ;) Finnst hann æði! ;) Hún er líka svo mikið krútt!!! :) Og hey...flott mynd...grrrrrrrrr :)
By
Anonymous, at 8:26 pm
hvernig gengur lesturinn???
By
Anonymous, at 3:12 pm
úfff... er ekki búið að ganga nógu vel. Svo líður tíminn alltof hratt! En, ég er komin með nýtt plan, mjög "tight schedule"!
By
Thorgerdur, at 10:05 am
Jamm, alveg sammála... tíminn virkilega flýgur áfram! Líst samt vel á nýja planid, ennthá nógur tími, bara ad spíta í lófana og setja í 5 gír og thá muntu rúlla thessu upp! Gangi thér thvílíkt vel í lestrinum :)
By
Anonymous, at 11:13 am
Your are Nice. And so is your site! Maybe you need some more pictures. Will return in the near future.
»
By
Anonymous, at 1:32 pm
Your site is on top of my favourites - Great work I like it.
»
By
Anonymous, at 7:14 pm
Post a Comment
<< Home