Orðinn 30%
Jæjajæja... þá er ég búin með 2 embættispróf af 7... sem þýðir víst að ég sé búin með 30% af embættisprófunum mínum! Var í tveimur prófum síðasta föstudag, vitjunarprófi í skurðlækningum og munnlegu prófi í svæfinga-&gjörgæslulækningum. Gekk framar vonum!
Fórum svo nokkur saman út að borða um kvöldið og skemmtum okkur konunglega! Var ákveðið að taka smá forskot á Tælandssæluna og borða asískt ;o)
Er búin að njóta helgarinnar þvílíkt! Ákvað að líta ekki í bók ALLA helgina og enginn sammari :o) Fórum síðan saman skvísurnar og kíktum á tónleikana með WigWam á Nasa. Óhætt að segja að það hafi verið þvílíkt show. Þeir voru aldeilis frábærir... alveg þangað til söngvarinn fór yfir strikið og tók drukkið stelpugrey upp á svið og “sexually harassed her”. Fyrir framan alla! Það eyðilagði algerlega þá góðu skemmtun fram að því.
Afslappelsi vel þegið núna eftir þessa törn... Næsta törn fram undan, en ætla samt að kíkja í bíó og gera e-ð sniðugt inn á milli. Tala við ykkur og reyni að plata ykkur í bíó eða kaffihús:o)
Bæó í bili
Fórum svo nokkur saman út að borða um kvöldið og skemmtum okkur konunglega! Var ákveðið að taka smá forskot á Tælandssæluna og borða asískt ;o)
Er búin að njóta helgarinnar þvílíkt! Ákvað að líta ekki í bók ALLA helgina og enginn sammari :o) Fórum síðan saman skvísurnar og kíktum á tónleikana með WigWam á Nasa. Óhætt að segja að það hafi verið þvílíkt show. Þeir voru aldeilis frábærir... alveg þangað til söngvarinn fór yfir strikið og tók drukkið stelpugrey upp á svið og “sexually harassed her”. Fyrir framan alla! Það eyðilagði algerlega þá góðu skemmtun fram að því.
Afslappelsi vel þegið núna eftir þessa törn... Næsta törn fram undan, en ætla samt að kíkja í bíó og gera e-ð sniðugt inn á milli. Tala við ykkur og reyni að plata ykkur í bíó eða kaffihús:o)
Bæó í bili
7 Comments:
Til hamingju með þessi skref í átt að lokaáfanganum. Veit að þú stendur þetta með stæl!
By Ása Björg, at 8:10 pm
Til hamingju ljúfa!
Það er alltaf góð tilfinning þegar maður er búinn með nokkur próf, þá er það ekki eins yfirþyrmandi.
Hafðu það gott þangað til næsta törn hefst.
Cheerios,
Hildur
By Anonymous, at 5:08 pm
Innilega til hamingju med áfangan, je minn eini hvad mér finnst stutt sidan vid vorum í MR og nuna ertu naestum htví ordin LAEKNIR!!! Timinn virkilega flygur afram. Vona ad hin profin gangi jafn vel :)
By Anonymous, at 1:01 pm
Til lukku með það sem komið er, veit að þú átt eftir að rúlla restinni upp Ö)
p.s. skrýtið að við séum allar "orðnar" eða að "verða" eitthvað!
By Anonymous, at 9:55 am
Takk takk elskurnar!
Já... þetta styttist óðum. Munið svo að taka 24.júní frá ;o)
By Thorgerdur, at 9:58 pm
I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»
By Anonymous, at 4:02 am
Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»
By Anonymous, at 7:14 pm
Post a Comment
<< Home