Dr. Togga... bloggari!

Tuesday, November 07, 2006

Hæhæ og hóhó!

Jæja... spurning um að fríska aðeins upp á fréttaflutninginn hér á þessum bæ. Þið eruð bara svo helvíti löt að commentera... sjáum til hvort ég haldi þessu e-ð áfram.
Af mér er það helst í fréttum að ég er búin að vera með hvert matarboðið á fætur öðru, galdrað fram ýmsa rétti og eftirrétti auk kökuboða á síðustu stundu!
Svaka húsmóðurstælar skal ég segj’ykkur... veit satt best að segja ekki hvað kom yfir mig... eða jú annars, hef smá hugmynd... en tölum ekki meir um það.

Ætli ég segi ykkur nú samt ekki e-ð sniðugt. Hef nú aldrei upplifað þetta með þessum hætti fyrr... Anyways, það er vart í frásögufærandi að ég kíkti út á lífið með gamalli vinkonu á laugard.kvöldið (Lísa vinkona úr grunnskóla, hittumst þrjár (ég, Kristín og Lísa) fyrr um kvöldið, elduðum, slúðruðum og duttum í'ða ;)... nema hvað, við lítum auðvitað á Oliver... kemur á óvart! Jæja, hittum þar 2 stráka sem voru í Fellaskóla, í sama bekk og systir hennar Lísu... ég kannaðist nú við annan þeirra, við vorum í smá daðri fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa hist fyrst í APÓTEKI LANDSPÍTALANS! heheh... ok. Jæja, svo kom fleira fólk að spjalla etc... en þegar þeir voru að fara hélt ég fyrst hann ætlaði ekki að segja bless... en ó jújú... þá kom hann til mín, tók í höndina á mér, þrýsti e-u inn í lófann á mér og sagði - gaman að sjá þig aftur! ;o)

Getiði hvað! Ég varð náttúrulega alveg hlessa! Leit svo niður og DÓ úr hlátri!

Fékk í "upp í hendurnar" nafnspjald sem á stóð hans nafn og svo "kandídatspróf í lyfjafræði". Auðvitað hafði hann svo skrifað gsm nr.sitt fyrir neðan... skondið! Fékk einmitt svona nafnspjald sjálf frá Glitni eftir útskriftina í vor og við stelpurnar vorum að djóka með að nota þetta!

Annars gengur vinnan sinn vana gang, er alltaf að læra, lenda í spennandi hlutum og jafnvel lækna fólk! En það er það allra besta, að geta læknað fólkið!
En, jæja, best að fara að horfa á Prison Break...

P.s.Smá documentation frá kokteilakvöldinu okkar um helgina :)

5 Comments:

  • Vá það hefur verið svaka stuð á skvísunum! Rosa sæt mynd af ykkur!

    By Blogger Anna Brynja, at 5:14 pm  

  • Ha? ertu farin að daðra við gaura úr fellaskóla?? Eru þeir ekki aðeins of ungir :D

    kv, Þórir

    By Anonymous Anonymous, at 3:09 pm  

  • Hihihh... njah, of ungir... er ekki bara kominn tími til að yngja upp :o)

    By Blogger Thorgerdur, at 7:23 pm  

  • einn toyboy til ad leika sér med er nú ekki svo galid ;)

    By Anonymous Anonymous, at 3:19 pm  

  • p.s. ekkert smá girnilegir kokteilar ;)

    By Anonymous Anonymous, at 3:20 pm  

Post a Comment

<< Home