Dr. Togga... bloggari!

Friday, March 25, 2005

Saltstradar-sandfylltar-bómullarnaerbuxur

Hola!
Thetta er Thorgerdur... sem talar fra Gran Canaria :) já, lifid er yndislegt her a Canarí... allt voda rolegt og thaegilegt... madur vaknar bara thegar madur vaknar, billjardmot a hverju kvoldi osfrv.
Forum a strondina i dag, aedislegt vedur, bralud sol og blida, 28stiga hiti... og já, bara almennilegt! Er buin ad grillast a stondinni i dag og Thorunn var ekki par anaegd med mig th.s. henni fannst eg e-d vera ordin brunni en hun ;o) hihi... Reyndar var ekki nogu gott ad vera bikinilaus a strondinni... en bomullarnaerurnar dugdu thó, eins og titill pistilsins gefur til kynna :)
Audvitad er nu buid ad kikja lika a djammid, hittum Ernu og vinkonu hennar og kiktum a disco i gaer... fengum god rad fra saenskumaelandi leigubilstjora og margt fl.

Well... got to go... verid ad skora a mig i spilavíti...
Kved ad sinni!

Monday, March 21, 2005

Í afslöppun á Kanarí...

Húff... já... fer til Kanarí á morgun! Það verður sko ekki leiðinlegt get ég sagt ykkur :) Familían þegar komin á staðinn og bíður eftir mér. Svo verður Erna vinkona og bekkjarsystir líka á eyjunni... svo það verður e-ð djammað... hihi ;o)

Friday, March 18, 2005

Going to Afrika!

Já... ég er á leiðinni til Afríku... Held við séum komin hálfa leið í huganum, erum öll orðin svo spennt að fara! hihi... búin að hittast tvisvar til að plana þetta og hvernig við ætlum að tækla það að nálgast hjálpargögn til að hafa með... hvaða styrki við getum sótt um osfrv. Ferlega spennó! Förum sem sé 4 læknanemar saman... og það verður ógeðslega gaman! Ágúst er víst besti tíminn hvað varðar dýralífið, antilópur, gnýir og önnur hjarðdýr eru að flytja sig um set... og öruggleg hægt að ná æðislegum myndum :)

Annars er ég nú bara alltaf í verknámi... er nú hálfpartinn farin að vinna hérna á heilsugæslunni... hihih... voða gaman og gagnlegt! Styttist þó í Kanarí!!! hlakka til... það verður æði að komast í smá sól og yl, er víst búið að vera um 25°C í Mas Palomas þs við verðum... verður líka gaman að komast í spennandi búðir eins og Zöru, Mango, Stradivarius osfrv Við systur ætlum sko að hafa það gott! Nú svo er Erna líka að koma til Kanarí ;o) svo það verður örugglega e-ð kíkt á djammið... Mar' verður nú að standa undir merkjum ÁDí... hihih

Well... got to go... ciao!
dr.T

Monday, March 07, 2005

Buenos dias chicas!

Var í fæðinga-og kvensjúkdóma prófinu í dag... gekk bara, ja, svonnnaaa allt í lagi... Þetta var blanda af verklegu og munnlegu prófi, með skriflegu í restina... Allt í bland :) Bara voða gaman! Hlaupandi upp um allt hús... mismunandi verkefni á hverjum stað auðvitað... Held ég sé barasta orðinn algjör sérfræðingur í pre-eclampsiu, á mannamáli: meðgöngueitrun.
Svo var ég auðvitað æðislega dugleg að trimma eftir prófið :) Hjólaði 4km... skokkaði, lyfti osfrv Ohhh... hvað manni líður alltaf VEL á eftir!
Er svo að fara upp á Skaga í fyrramálið... fer meira að segja á hreinum og ný bónuðum bíl! :)

Skemmst frá því að segja... að hún Imba fox, öðru nafni "Inga foxy lady"... sem er einmitt að gera það gott úti í France as we speek... nema hvað, að hún Imba tók sig til og bjó til bloggsíðu fyrir okkur allar vinkonurnar! :) En við þe saumaklúbburinn, kynntumst einmitt í 3ja bekk í MR... fyrir, ja, ansi mörgum árum orðið síðan... any ways... Linkinn á bloggið okkar er að finna hér til hliðar undir "Buenos dias chicas!!!..." eða http://blog.central.is/friendsforever

Bæó í bili ;o)

Saturday, March 05, 2005

Skagamær...

Hahaha... haldiði'ggi að ég verði bara á heilsugæslunni á Akranesi í staðinn fyrir Eyjum! Híhí... :) Er voða kát með það! Þá þarf maður bara að leggja snemma af stað á morgnanna... tekur þó ekki nema nákvæmlega 35mínútur að keyra á Skagann heimanað frá mér! Bara svipað og ef maður lendir í brjálaðri traffík á leið frá Kóp til Rvk á morgnanna ;o) Fæ líka greiddar ferðir daglega, í göngin og smá í bensín... ekki amarlegt! Líka alltaf gaman að kíkja á Skagann... skemmtilegra að þekkja aðeins til... þarf endilega að ath hvort gamla vinkona mín er nokkuð flutt aftur á Skagann, gæti þá litið við hjá henni :)
En... annars er ég bara að læra... svona á laugardagskveldi... heima í rólegheitum að lesa obgyn og japla á M&Mi... ihih... ömmu fannst ég endilega þurfa að hafa e-ð að jappla á yfir lærdómnum og gaf mér poka af M&M :) hún er svo sæt! Er samt að lesa... ja, má segja... með "grátstafina í kverkunum" yfir því að kvennakúrsinn sé búinn! Fannst svo obboslega gaman! Það er nokkuð ljóst að ég verð að ráða mig á kvennadeildina e-n tíma eftir námið, á meðan maður er að ákveða sérgrein...

Jæja... ætla að halda áfram... er að lesa um fjölburameðgöngur! ;o)

P.s. Var ægilega svekkt síðasta fim... að vera að vinna... og missa af vöffluboði ÁDÍ!!! Frétti að þar hefðu verið dýrindisvöfflur og gúmilaðismeðlæti...

Tuesday, March 01, 2005

Alltaf gaman á kvennadeildinni

Já, það er virkilega gaman á kvenna! Verð að viðurkenna að vera svona að spá í faginu sem mögulegri sérgrein hjá mér... aldrei að vita hvað verður þó... Finnst synd að kúrsinn sé bráðum á enda... og er samt líka pínu stressuð f prófið næsta mánudag! (þess vegna verður þetta líka stutt spjall...:)
Nú... svo virðist sem ég sé orðin svo "háöldruð" að það eru 10ár frá því ég útskrifaðist úr grunnskóla! Verið að plana reunion og alles :) Það verður ábyggilega gaman að hitta liði aftur... hef ekki séð megnið af þeim síðan bara við útskrift!... Hlakka pínu til bara...

Well... best að slá í klárinn og fara að lesa! ... Er nefnilega svo boðin í mat í kvöld... í skiptum fyrir myndatöku af litlu frænku í skírnarkjólnum :)

P.s. er að vinna í'ðí að fá kannski að fara á Skagann í staðinn f að vera í Eyjum í verknáminu næstu 2vikurnar...