Dr. Togga... bloggari!

Friday, October 28, 2005

First snow of the winter

Fyrsti snjórinn, kalt í morgun, ætlaði í pilsi í dag og vera fín í tilefni föstudags etc... hætti all snarlega við þegar ég leit út. Held að allir séu sammála um að það var askolli kalt!
Dagurinn byrjaði líka hálfsanalega. Kennarinn sem átti að fyrirlesa í fyrstu tveimur tímunum mætti ekki en við bættum úr betur. Tókst okkur að koma upp dvd diski með Friends upp á tjaldið, sátum með ljósin slökkt og horfðum á Friends í "bíó" í Hringsal Barnaspítalans :)

Er voðalega glöð með að ég er komin með nýtt email :) nóg pláss. Skal senda ykkur það fljótlega. Voðalega tæknilega sinnuð í dag. Búin að setja lög, mynd, fullt af læknadóti ofl ofl yfir á nýja fína palminn minn :)
Í leiðindarveðrinu í kvöld held ég að það sé voðalega gott að kúra bara uppí sófa og horfa á e-ð gott í tv... eða jafnvel lesa bókina sem bíður á náttborðinu mínu :)
Góða helgi!

Tuesday, October 25, 2005

Skokkað...

Húff... búin að skokka um 6km í dag! Verður nú að segjast að það var heldur kalt í veðri, en þetta hafðist allt saman :) Var í rosalega skemmtilegum tímum í dag, læra um gervihjörtu ofl ofl auk fullt af flottum hjartaaðgerðum! Hrikalega var þetta flott.
Æ, ég var nú samt doldið vond í dag. Varð e-ð pirruð á greyið stóru fiskiflugunni sem kom inn til mín... ákvað að draga fram afríkuflugnaspreyið... og það virkaði ansi vel, nema hvað að aumingja flugan varð fyrst vönkuð en svo snappaði hún í 5mínútur og dó!...

Að lokum... kíkið á þetta: stereotipi? (mjög skemmtilegt)

Monday, October 24, 2005

Kvennafrídagurinn

Má til með að setja inn smá skrítlu sem mér barst fyrir kvennafrídaginn...

Endur fyrir löngu, í landi langt langt í burtu, rakst falleg, sjálfstæð og sjálfsörugg prinsessa á frosk þar sem hún sat og velti vöngum yfir vistfræðilegum álitamálum við bakka ómengaðrar tjarnar á fagurgrænu engi nálægt kastalanum sínum.
Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: Fagra frú, ég var eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög. Ef þú smellir á mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég raunverulega er.
Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili í kastalanum þínum. Þú getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið börnin mín og fundið til þakklætis og hamingju um alla eilífð.

Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum - léttsteiktum froskalöppum - og hló lágt með sjálfri sér: Ég held nú fokking síður!

Sunday, October 23, 2005

Tiltekt...

Mikið er það skrýtið þegar maður byrjar að taka til, svona smá dót upp um hér og þar... en það endar eiginlega meira með tilfærslu á drasli?!!
Jæja, er allavega búin að "færa til" draslið af skrifborðinu mínu, svo ég geti farið að læra aftur (eftir þetta skrýtna próf í gær, þar sem prófað var úr allt öðru en því sem actually var til prófs!).

Fór annars í IKEA í gær eftir prófið, sem er nú ekki frásögu færandi nema það að jólin eru barasta komin og hálf þjóðin mætt í búðina. Ég var nú lítið skárri en aðrir og keypti náttúrulega e-ð jóladót. En keypti reyndar líka voðalega sætar eldhúsgardínur, hvítar felligardínur sem ég skreytti svo með jólasnjókornum,silfruðum (þarf sko ekkert endilega að vera jólaskraut). Er ekki með neðri kappa... og því hálfpartinn "on display" fyrir nágrönnunum. Á pínu eftir að venjast því. En held ég hafi slegið allt út með því að vera með rauða kertastjaka í glugganum... hihi... vona að "rauða ljósið" misskiljist ekki :o)

Farin að læra...
P.s. Hvað haldiði, skokkhópurinn minn bara kominn með heimasíðu! ;o)

Thursday, October 20, 2005

Bloggidíblogg

Jahérna hvað tíminn líður alltaf... skrýtið. Áður en maður veit af fara jólin bara að koma! Þá fara allir að koma heim í jólafríinu, þe þeir sem eru erlendis í námi etc. Alltaf voða gaman að hitta vini sína á ný, heyra hvað á daga fólks hefur drifið osfrv.
Hver veit nema maður skelli sér í e-r utanlandsferðir, ja, annað hvort fyrir eða hreinlega eftir áramót. Kíki í heimsókn til vina og vandamanna erlendis. Verð að viðurkenna að ég væri voðalega til í það. Það var til dæmis ferlega gaman þegar ég heimsótti Bryndísi í Lundi, í þá daga er ég var sjálf í Stockholmi, Hildur kom líka og svo hittum við Þórhildi í Köben - á leið til Ragnheiðar í Aarhus :) jájá... gaman gaman... set því hér eins og tvær svipmyndir frá Kóngsins Köbenhavn! Alltaf gaman að koma til Köben. Nú og kannski má teygja lopann og segja að þetta sé líka til heiðurs nýfæddum Danaprinsi.

Sunday, October 09, 2005

Muna!...


Já... sumir hefðu þurft að hafa þennan minnismiða hjá sér. Hahaha...fann þessa frábæru mynd á netinu (nánar tiltekið á síðunni hjá systur hennar ImbuFox) og bara varð að skella henni inn!

Annars er helgin senn að verða búin... sé að enn ein vísindaferðin er í boði n.k. föstudag - spurning hvort maður sé nú ekki búinn að overdosera á þeim í bili... og þó... sjáum til :p

Saturday, October 08, 2005

Ekki búið að éta mig...

Haha... nei, Auja mín, það er ekki búið að éta mig! Er aftur lifnuð við á vefnum :)
Ja, hvað get ég bullað núna. Get allavega sagt ykkur að það var rosa gaman á djamminu í gær, hihi, fór nú samt heim á skikkanlegum tíma og GAT vaknað í morgun. Mætt kl.10 í skokkið og fór 9,5km!!! Verð nú samt að viðurkenna að það var heldur erfiðara en áður, annaðhvort var það mótvindurinn á fyrripart leiðar, eða þá að það var runnið af mér á siðari hlutanum! :o)
Vííí... fór áðan í Skífuna, útsölumarkaðinn og keypti æðislegan geisladisk... keypti nefnilega "Dýrin í Hálsaskógi" - og ekta diskinn, með Bessa Bjarna sem Mikka ref! Hlakka til að hlusta og syngja með ;) sérstaklega vögguvísuna þegar Mikki refur sofnar á verðinum og Lilli læðist niður úr trénu. Eitt af mínum uppáhalds.

Thursday, October 06, 2005

Me llamos Thorgerdur

Húfff... aðeins lengra liðið síðan síðast, e-n veginn líður tíminn alltaf of hratt... og pínulítið mikið að gera :) hihi...
Jæja, ýmislegt á daga mína drifið skal ég segj'ykkur... Búin að taka próf, fá fílshjörð á ristina á mér (hættulegt að vera á dansgólfinu á Oliver), halda opnunarfyrirlestur á aðalfundi Læknafélags Íslands, bauð familíunni í mat - er bara afbragðs kokkur og meistari í eftirréttarbakkelsi ;o) prenta út heilan skóg af glósum (ekki grín!), bjarga nokkrum sjúklingum og læra smá í spænsku! huhhhh... já, bara heilmikið.
En þó virðist ekki of mikið fara fyrir "alvöru" lærdómi, er ekki alveg komin nógu vel í gang með það ennþá... But gettin' there!

Get varla beðið eftir nýja fína palminum mínum sem M&P ætla að koma með frá USA :) Vá, hvað ég verð skipurlögð, með uppáhaldslögin og fullt af bókum í sömu græjunni! Hlakka til, já, viðurkenni það fúslega... ég er tækjafrík

Er annars alveg að flippa, held ég sé orðin kúkú... segi betur frá þeim plönum síðar, þegar nær dregur...
Adios, T