Dr. Togga... bloggari!

Monday, March 20, 2006

Spítalalífið og Grey's Anatomy...

Jæjajæja... loksins mætt aftur á netið, en bara örstutt þó. Búin að vera í “net-banni” sem stendur nú reyndar enn... hefur sína kosti að lesa á Baró þs ég hef ekki nettengingu (thank God þs annars væri ég líkleg til að gleyma mér í net-surfi í stað þess að lesa).
Verð að segja að “Grey’s Anatomy” þættirnir eru bara hrein og bein snilld! Ekki amarlegt að horfa á flotta kirurga spássera um... sápan gæti meira að segja næstum því gerst á íslensku sjúkrahúsi... ;) En það er líka rosalega gaman að heyra í Emiliönu Torrini, flott hjá henni. Platan hennar, “Fisherman’s Woman” er líka æðisleg... og búin að hljóma í ja, síðustu amk 4 þáttum af Grey’s Anatomy.
Vogaði mér að kíkja pínu út á föstudagskvöldið... fengum okkur smá öl... óraði samt ekki fyrir því hvern ég rakst svo á... Skrýtið að rekast á fólk sem maður á svo sannarlega EKKI von á... anyways. Áfram með smjörið!

Næsta próf eftir... 37daga... ógrynni af lestri þangað til... og svo Thailand 14.maíííííí...

Sunday, March 05, 2006

Orðinn 30%

Jæjajæja... þá er ég búin með 2 embættispróf af 7... sem þýðir víst að ég sé búin með 30% af embættisprófunum mínum! Var í tveimur prófum síðasta föstudag, vitjunarprófi í skurðlækningum og munnlegu prófi í svæfinga-&gjörgæslulækningum. Gekk framar vonum!
Fórum svo nokkur saman út að borða um kvöldið og skemmtum okkur konunglega! Var ákveðið að taka smá forskot á Tælandssæluna og borða asískt ;o)
Er búin að njóta helgarinnar þvílíkt! Ákvað að líta ekki í bók ALLA helgina og enginn sammari :o) Fórum síðan saman skvísurnar og kíktum á tónleikana með WigWam á Nasa. Óhætt að segja að það hafi verið þvílíkt show. Þeir voru aldeilis frábærir... alveg þangað til söngvarinn fór yfir strikið og tók drukkið stelpugrey upp á svið og “sexually harassed her”. Fyrir framan alla! Það eyðilagði algerlega þá góðu skemmtun fram að því.

Afslappelsi vel þegið núna eftir þessa törn... Næsta törn fram undan, en ætla samt að kíkja í bíó og gera e-ð sniðugt inn á milli. Tala við ykkur og reyni að plata ykkur í bíó eða kaffihús:o)
Bæó í bili