Dr. Togga... bloggari!

Sunday, July 08, 2007

Vá hvað tíminn er fljótur að líða og gaman að vera til! Er nýkomin frá DK þar sem ég var í góðu yfirlæti hjá henni Rönku og samfagnaði útskriftinni hennar. Var voða gaman. Fórum út að borða á e-n fancysmancy stað, ég og Hildur boðnar með familíunni. Átta réttað og nýtt vín með hverjum rétti. Veðrið var bara ofsalega fínt, sæmilega hlýtt. Jú ok, viðurkenni að það rigndi stöku sinnum en það var bara gaman. Hitti nýja gæjann hennar Hildar, hann Lars. Leist frábærlega vel á þau saman :)

Nú er það bara vinna og aftur vinna. Er búin að vera á vaktinni alla helgina. Krónískt á vakt :) Aldrei (7, 9, 13) verið svona hæglátt. Komst meira að segja í golf í morgun! Þarf nú heldur betur samt að hita mig betur upp eftir nokkurra ára golfhlé. En það var nú samt ótrúlega fljótt að koma. Sveiflan stabíl ;o)
Lísa skvísa bjargaði mér í gær með því að kíkja í heimsókn til mín. Annars hefði ég nú farist úr leiðindum. Er búin að hringavitleysast svo mikið á netinu að ég veit ekki hvað ég á að skoða meir... Endaði með því að ég fattaði, jah, jú, ég var víst með e-a blessaða bloggsíðu! Er meira að segja búin að skrá mig á e-ð facebook dæmi.

Annars hafa verið ýmis “þemu” í gangi, ekki öll í frásögufærandi hér... Matarboðsþemað hefur gengið ágætlega, náttúrulega smá pása á meðan DK ferð stóð, en bauð einmitt Lísu minni í grill rétt fyrir Danmerkurferðina... endaði með svaka djammhelgi :o
Jæja, best að hætta þessari vitleysu og finna sér e-ð sniðugt að gera... T.d. undirbúa fyrirhugaða sumarbústaðaferð um næstu helgi... já já, þar verður líka þema ;o)

Labels: