Dr. Togga... bloggari!

Friday, July 22, 2005

Celeb...?!

Am soon a celeb... er bara alltaf í fjölmiðlum af e-u tagi! Fréttabréf GSK, Læknablaðið, Fréttablaðið, Talstöðin FM 90,9... þvílíka gúrkutíðin hjá fréttamönnum, hafa bara ekkert annað að gera en að tala við okkur... Nota Bene... ÁÐUR en við förum!
Kíkið á viðtalið við okkur í síðasta Læknablaði, hér!

Erum búin að panta þessa þvílíku ferð áður en við hefjum störf á heilsugæslustöðvunum!!! Verður hrikalega spennandi allt saman! Svo erum við búin að safna fullt af dóti og kaupa nokkrar nauðsynjar ofl... auk þess er komin upp bloggsíða þar sem hægt verður að fylgjast með ferðum okkar og hvað á daga okkar drífur... kíkið á Volunteer work in Nairobi! Þar er líka linkur yfir á myndasíðuna okkar, sem mun brátt fyllast af spennandi myndefni!

Spennan magnast... og líka hnúturinn yfir því hvernig í ósköpunum MÉR, af öllum!, á eftir að takast til með að pakka naumt!!!

kveð að sinni,
gogga

P.s. Helgin framundan virðist líka spennó... sumarbústarðarferð + útileiga ofl.ofl... Keppni milli ÁDÍ'inga og Litla Brúns... haha!

Monday, July 11, 2005

23 dagar...

Já, það eru víst rétt rúmlega 3vikur í brottför til Nairobi! Allar bólusetningar komnar á hreint... voða gaman að fara í apótekið og hitta sæta strákinn... þyrfti að gera mér upp fleiri ferðir ;o) þarf svo reyndar að fara að sækja fullt af lyfjum í apótekið svo við verðum dekkuð í ferðinni, malaríutöflur ofl. gúmmulaði...
Annars eru allir í e-u "útflugti" þessa stundina! Einn af mínu bestu vinum, Erik, frá Svíþjóð, er þessa stundina staddur í Ghana í skiptinemaprógrami... verður akkúrat farinn heim til Sverige þegar ég kem til Afríku... ekki það að það er nú reyndar ansi langt á milli Ghana og Kenya, oh well.
Svo er hún Guðný Stella gella í Suður-Ameríku að gera það gott! Ferðast, læra spænsku og klífa fjöll... vá, hvað ég væri til í það! Kannski það verði bara næsta verkefni á eftir Kenya???... aldrei að vita. Sjáum nú fyrst til hvernig Kenyaferðin mun ganga ;) Slóðin á bloggið hennar Guðnýjar er www.g-doc.blogspot.com kíkið á...
Jæja, ætla að halda áfram að stessa mig á því hve erfitt það verður að pakka... LÍTIÐ & LÉTT... hummm... á nú alveg eftir að sjá það gerast hjá fröken ME!

Saturday, July 02, 2005

ó boy...

Jahérna, ansi langt síðan mar' hefur skrifað e-ð... Húfff... líka margt á daga mína drifið skal ég segja ykkur!
Er náttúrulega að vinna eins og mófó... búin að fá fullt af bólusetningum f Kenya. Varð reyndar voða ringluð e-ð af því, allt hið undarlegasta mál. Stúlkan bara komin með stöðubundinn rotatorískan svima! En er nú öll að lagast... bara búin að vera hálfslow e-ð, en ekkert meira en það.

Duran Duran voru algjört æði! Þrátt fyrir að ég sæi nákvæmlega ekki neitt, því ég er náttúrulega ekki sú hávaxnasta og það var bara heilt körfuboltalið fyrir framan mig. Þrátt fyrir "tályftingar" ofl sá ég ekki hljómsveitina góðu... Það spillti þó ekki fyrir, naut tónlistarinnar bara betur! Þetta voru mjög vel heppnaðir tónleikar, góð lög og pent innskotin ný lög, sem samt voru líka góð!

Jæja... best að halda áfram og gera e-ð sniðugt!
knús knús,
þar til næst...