Komið árið 2007
Nú árið er liðið í aldanna skaut... og aldrei það kemur til baka!
Jæja, jú, árið er víst liðið og ýmislegt gerst... Lærði eins og mófó fyrir stærstu próf lífs míns til þessa, þrátt fyrir mikið stress, nokkrar íbúfen og asýran, göngutúra, “pep-up” símtöl, þá tókst mér að komast í gegnum embættisprófin :) Var dugleg að hlaupa úti, fyrstu 2-3mánuði ársins, svo tók stressið við... aðeins of mikið. En, jæja, strax eftir prófin, djamm og svo beint í útskriftaferð til Thailands! Bangkok er æðisleg borg! Heilmikil upplifun að fara með næturlest til Chang Mai (og ó nei, það var sko ekki fancy lest eins og í morðsögum Agötu Christí). Kom sér vel að vera enn í pínku formi eftir hlaupin þegar kom að 3ja daga fjallgöngu í óbyggðum norður Thailands, nálægt landamærum Burma. Eftir púl og töluverðan svita var maður hvíldinni feginn, 5 dagar á sólarströnd... fyrstu 2 fóru samt í klikkaðar harðsperrur dauðans (eftir göngu niður bratta fjallshlíð!). Eftir stutt stopp á Íslandi, nánar tiltetkið rétt nóg til að “un-pack” and “re-pack” þá hélt ég til Svíþjóðar og Danmerkur. Heimsótti Bryndísi, Erik og Ragnheiði :) Var meira að segja í útskriftarveislunni hans Eriks. Lokst tók við stóri dagurinn minn, útskrift! Langþráðu takmarki náð :o) Er enn ekki alveg búin að setja mér næstu markmið... Síðan gerði ég e-ð sem ég hef held ég bara aldrei gert áður. Tók mér sumarfrí!
Nú er ég að nálgast það að vera hálfnuð með kandídatsárið... Hvað tekur við þegar því lýkur er enn óvíst...
Jæja... segjum þessum fréttapistli frá árinu 2006 lokið í bili... kem með fleira bitastæðara á næstunni :-p
Jæja, jú, árið er víst liðið og ýmislegt gerst... Lærði eins og mófó fyrir stærstu próf lífs míns til þessa, þrátt fyrir mikið stress, nokkrar íbúfen og asýran, göngutúra, “pep-up” símtöl, þá tókst mér að komast í gegnum embættisprófin :) Var dugleg að hlaupa úti, fyrstu 2-3mánuði ársins, svo tók stressið við... aðeins of mikið. En, jæja, strax eftir prófin, djamm og svo beint í útskriftaferð til Thailands! Bangkok er æðisleg borg! Heilmikil upplifun að fara með næturlest til Chang Mai (og ó nei, það var sko ekki fancy lest eins og í morðsögum Agötu Christí). Kom sér vel að vera enn í pínku formi eftir hlaupin þegar kom að 3ja daga fjallgöngu í óbyggðum norður Thailands, nálægt landamærum Burma. Eftir púl og töluverðan svita var maður hvíldinni feginn, 5 dagar á sólarströnd... fyrstu 2 fóru samt í klikkaðar harðsperrur dauðans (eftir göngu niður bratta fjallshlíð!). Eftir stutt stopp á Íslandi, nánar tiltetkið rétt nóg til að “un-pack” and “re-pack” þá hélt ég til Svíþjóðar og Danmerkur. Heimsótti Bryndísi, Erik og Ragnheiði :) Var meira að segja í útskriftarveislunni hans Eriks. Lokst tók við stóri dagurinn minn, útskrift! Langþráðu takmarki náð :o) Er enn ekki alveg búin að setja mér næstu markmið... Síðan gerði ég e-ð sem ég hef held ég bara aldrei gert áður. Tók mér sumarfrí!
Nú er ég að nálgast það að vera hálfnuð með kandídatsárið... Hvað tekur við þegar því lýkur er enn óvíst...
Jæja... segjum þessum fréttapistli frá árinu 2006 lokið í bili... kem með fleira bitastæðara á næstunni :-p
5 Comments:
Einstaklega gaman ad fá thig í heimsókn á árinu!! Endilega komdu fljótt aftur ;)
Puss och kram
Bryndis
By
Anonymous, at 12:47 pm
ó, takk fyrir það! Var líka voða notarlegt að heimsækja ykkur :) Gleymdi náttúrulega að geta þess að ég heimsótti þig nú 2x á árinu! Hihih, geri aðrir betur :o)
Er farið að langa alveg voðalega til að viðra mig í SE eða DK...
By
Thorgerdur, at 10:06 pm
Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu árin, við hittumst vonandi fljótlega.
Kv. Þóra og strákarnir
By
Anonymous, at 10:46 am
Vei vertu velkomin aftur í bloggeríið! Hvað segirðu um að kíkja í kaffi, bíó eða jafnvel leikhús bráðlega?
Alveg kominn tími á catch-up ekki satt?
Ciao chican mín,
Anna Brynja
By
Anonymous, at 5:38 pm
Takk sömuleiðis elsku Þóra mín fyrir gömlu árin, svakalega líður tíminn hratt! Bið að heilsa strákunum :)
List voða vel á catch-up hitting! Drífum bara í'ðí :)
knús,
Þorgerður
By
Thorgerdur, at 10:29 pm
Post a Comment
<< Home