Dr. Togga... bloggari!

Thursday, April 28, 2005

Z-partý?!...

Já... nú verður sko hægt að halda ekki bara grill partý... heldur líka Zetu-partý! og hana nú! Komin ný toilett-seta á stellið... hægt að hlamma sér og láta flakka! Ennþá betri en sú gamla... og nú situr maður bara á WCinu daginn út og inn... nnneeeiii... kannsk'ekk' alveg! ;o)

Monday, April 25, 2005

Svo virðist sem ég sé ekki Goofy...heldur Pétur Pan!

You scored as Peter Pan. Your alter ego is Peter Pan. You are a child at heart. Anything you believe is possible, and you never want to grow up.

Peter Pan

94%

Goofy

81%

The Beast

81%

Cruella De Ville

69%

Ariel

69%

Sleeping Beauty

69%

Donald Duck

63%

Snow White

56%

Pinocchio

56%

Cinderella

25%

Which Disney Character is your Alter Ego?
created with QuizFarm.com

Sunday, April 24, 2005

Sumarið er komið!

Gleðilegt sumar!
Já... í tilefni sumarsins get ég sko sagt ykkur að mín var að fjárfesta í gasgrilli!!! Heldur betur! Það lítur því út fyrir að grillveislurnar verði allmargar hjá mér í sumar ;o) haha... jájá, verð nú að bjóða familíunni í grill (gengur víst ekki bara að sníkja alltaf mat hjá mömmu&pabba... gaman að bjóða þeim líka á móti :p)... nú svo er það saumóinn (þe þegar/ef skvísurnar láta sjá sig á landinu í sumar...hihi)... og svo síðast en ekki síst verður nú BOB fyrir ÁDÍinga! :o)
Annars af mér er allt fínt að frétta, að vanda! Nóg að gera á barnakúrsinum og bara alveg æðislega gaman!!! Börn eru bara miklu skemmtilegri heldur en fullorðnir :)
Best að halda áfram að vinna... gera e-ð af viti!
Ciao, goggulu

Monday, April 18, 2005

Stressið afstaðið... og allt komið á hreint!!!

Haha... er ýkt ánægð! Ráðningafundurinn frægi gekk bara með eindæmum vel! Betur fór en á horfðist og spáin hennar Auju minnar rættist!!! Ég fékk bara góða stöðu eftir allt saman... og ég fékk MEIRA AÐ SEGJA 2ja mánaðastöðu á medicine og leiðin því orðin greiðfær til Kenya!
Er ótrúlega feigin... var orðin mjög smeik um að þurfa að cancellera Kenya og myndi neyðast til að taka 3ja mánaðastöðu til að fá e-a vinnu.
Nú svo er ég búin að vera í sambandi við vin minn í Noregi, varðandi þetta Kenya dæmi... og það getur bara vel verið að ég og Eyjólfur tökum að okkur smá verkefni svona "on the side" í Kenya... þe að koma Kenyamönnum betur inn í IFMSA (Alþjóðasamtök læknanema) ofl ofl...
Jæjajæja... best að fara að reyna að grafa upp e-a styrki til fararinnar... nú og að sjálfsögðu styrki f hjúkrunarvörum, tækjum og tólum til að taka með!
Erum meira að segja búin að plana að reyna að gista í London á leiðinni út ;o)

Well... farin að lúlla í hausinn minn!
Hakuna matata!

P.s. Á Swahili þýðir: Hakuna matata = no problem!

Wednesday, April 13, 2005

Spennan magnast

Já... spennan magnast þegar farið er að draga ískyggilega nálægt ráðningafundi! Ýmsar blikur á lofti... allir orðnir spenntir og ekki talað um annað í hádeginu! Húfff... Best að kæla sig aðeins neður og vinda sér í að klára eitt stykki fyrirlestur! Ætli næst komi ekki fréttir af því hvert verður stefnt í sumar...hummmmm

Monday, April 11, 2005

Sumarráðningarstress!

Af mér er allt fínt að frétta... er aftur komin í djammfílinginn... hihi... búin að jafna mig eftir Kanaríeyja djamm, pestir etc... og mín bara öflug í'ðí síðustu helgi! Endaði m því að fara á tvöfalt djamm... Vísindaferð á föstudeginum, sem endaði í hörku danssveiflu við Unni, skáfrænda minn og fleiri. Tókst svo að dobbla Hildi sætu til að kíkja pínu út á laugard kvöldinu sem endaði í... ja... smá hvítvínssötri ofl.
Það sem helst er á döfinni núna... er náttúrulega stress fyrir yfirvofandi sumarráðningarfund félags læknanema!!! Er orðin hræðilega hrædd um að ég komist kannski ekki til Kenya eftir allt saman... eða í versta falli fái bara hreinlega ekki vinnu... eða þurfi að dúsa í e-u krummaskuði í allt sumar... sheize... segi nú bara ekki meir! Fundurinn er sum sé nk fimmtudagskvöld... og annað hvort verður mín glöð með sitt... eða (sem líklegra er) að mín verði fyrir voðalegu svekkelsi... ohhhh... þoli ekki svona óvissu!!!
Jæja... verð víst að þjóta... er í ofanálag m 2 stór verkefni sem ég þarf að skila/flytja (klíník + stúdenta rapport f sérfræðingana!) í þessari viku, nánar tiltekið á fim + fös... :) Á nú alveg eftir að sjá hvernig það mun ganga...

bleeessss bleeesss!
"Togga trekkta"

Tuesday, April 05, 2005

Kaktusepli!

Hver annar en ég getur búið til kaktusepli?! Já, alveg satt! Í mínum ótrúlega brussuskap tókst mér að velta kaktus þa hann datt hálfvegis á epli sem þurfti endilega að vera að flækjast þar við hliðina... aumingja eplið fékk kaktusflísar í sig!... og svo þorði ég náttúrulega ekki að borða það þs það voru e-r flísar eftir inni í eplinu! jahérna!
Annars er planið að skella sér á DuranDuran tónleika hér á landi í sumar... ÁDÍ ætlar að fjölmenna og ekki ólíklegt að geimið verði undirbúið rækilega með þemapartýi þs metist verður um DuranDuran vs Whamm... tek ekki afstöðu í þessu máli... þs ég var helst til ung á þessum tíma ;)

Saturday, April 02, 2005

Aprílgabbið...

Hihi... já, hún Imba mín er algjört æði! Haldiði að gellan hafi ekki sett aprílgabb á bloggið sitt! Það voru nú ekki allir sem föttuðu að þetta væri gabb... sem er nú bara skemmtilegra :) Hún sagðist vera komin m Kóreyskan kærasta í Suður-France, lofaði myndum og að hann væri svo góður kokkur etc. Imba grallari! :) þú ert bara æði!!!
Fór annars á Miss Congenialty 2 um daginn... hún var nú bara frekar fyndin. Bauð Þóru, strákamömmu, vinkonu minni með mér í bíó þs ég átti boðsmiða ;) Kíktum svo heim til Þóru á eftir og ég meira að segja náði að hitta strákana smá :) var voða ánægð. Alltaf gaman að hitta hann Viktor vin minn, hann var nú samt hálfsofandi greyið... hihi. Arnór litli bróðirinn vaknaði og þar með vakti hann Viktor líka, algjörar snúllur! Ótrúlega fyndið hvað Arnór er svakalega líkur pabba sínum!
Jæja... annars flippaði mín alveg í búðum á Kanarí... sleppti mér í skókaupum... hihi, keypti fern skópör á einu bretti! Nú og dressaði mig pínu upp. Svo varð ég svo helv... brún að ég var eiginlega hálffegin að hafa hamskipti/flagnað, öll brúnkan hvarf næstum því. En, í alvöru talað þá var ég á tímabili smeyk um að börnin á LSH yrðu bara hrædd við mig! en þarf víst ekki að hafa áhyggjur af því :)
Ciao tutti!