Dr. Togga... bloggari!

Thursday, November 30, 2006

Mótó tónleikar

...og þá er komið að því! Jólatónleikar Mótettukórsins nálgast óð fluga, æfingar í fullum gangi og allt að smella. Heyrðum í Monicu Groop áðan, hún er rosalega flott! Ef e-r á eftir að kaupa miða... þá drífið ykkur að hafa samband, allt að fyllast :) En nú þarf ég hreinlega að reyna að spara röddina, varð pínku rám eftir alla háu tónana á æfingu áðan.
Hlakka samt ofsalega til að syngja á rússnesku, svo ofsalega fallegt lag...
Jæja... myndarskapurinn tók völdin í eldhúsinu í Ofanleitinu í gærkvöldi. Ákvað að múta starfsfólki deildarinnar... nehhh, smá grín. Neinei, í dag var sem sé síðasti daguinn minn á deildinni, skiptum alltaf mánaðarlega. Kom með gómsæta ostasalatið hennar Kristínar sem sló að sjálfsögðu í gegn :)
Er fólk annars farið að spá e-ð í jólin... bakstur, gjafir, partý! Hehehe... já, partý! Það er aðalmálið, að plana skemmtileg jólapartý... Búið að plana eitt og fleiri á leiðinni.

Friday, November 17, 2006

Neyðin kennir...

Burrrrrrh!
Ja, ekki það að ég sé í neinni almennilegri neyð... Er samt svo svakaleg að ég var að enda við að stela lopapeysu af eldri systur minni, til eigin nota að sjálfsögðu. En stal fyrir nokkru yndislegum angúrusokkum af yngri systur minni... Ég veit... er svakalega sjálfhverf og viðurkenni það fúslega!
Djöll er annars kalt úti. Minnir mig bara á 14stiga frostið í Stockholmi á sínum tíma, sælla minninga. Mikið æðislega var nú gott í Stokkí, langar mikið þangað aftur. Verð nú að fara að drífa mig í heimsókn, svo ekki sé nú talað um að ég er farin að finna fyrir fráhvarfseinkennum frá H&M!
Allavega... þá ætla ég eldsnemma í háttinn í kvöld (Veit! Er alveg glötuð!)... en það er vinna alla helgina, 12tíma vaktir... og það er BANNAÐ að verða veikur!!! Heyrið þið það, þið fólk þarna úti, langar að eiga ekkert allt of brjálaða helgi með of miklu af fárlösnu fólki.

Tuesday, November 07, 2006

Hæhæ og hóhó!

Jæja... spurning um að fríska aðeins upp á fréttaflutninginn hér á þessum bæ. Þið eruð bara svo helvíti löt að commentera... sjáum til hvort ég haldi þessu e-ð áfram.
Af mér er það helst í fréttum að ég er búin að vera með hvert matarboðið á fætur öðru, galdrað fram ýmsa rétti og eftirrétti auk kökuboða á síðustu stundu!
Svaka húsmóðurstælar skal ég segj’ykkur... veit satt best að segja ekki hvað kom yfir mig... eða jú annars, hef smá hugmynd... en tölum ekki meir um það.

Ætli ég segi ykkur nú samt ekki e-ð sniðugt. Hef nú aldrei upplifað þetta með þessum hætti fyrr... Anyways, það er vart í frásögufærandi að ég kíkti út á lífið með gamalli vinkonu á laugard.kvöldið (Lísa vinkona úr grunnskóla, hittumst þrjár (ég, Kristín og Lísa) fyrr um kvöldið, elduðum, slúðruðum og duttum í'ða ;)... nema hvað, við lítum auðvitað á Oliver... kemur á óvart! Jæja, hittum þar 2 stráka sem voru í Fellaskóla, í sama bekk og systir hennar Lísu... ég kannaðist nú við annan þeirra, við vorum í smá daðri fyrir rúmu ári síðan eftir að hafa hist fyrst í APÓTEKI LANDSPÍTALANS! heheh... ok. Jæja, svo kom fleira fólk að spjalla etc... en þegar þeir voru að fara hélt ég fyrst hann ætlaði ekki að segja bless... en ó jújú... þá kom hann til mín, tók í höndina á mér, þrýsti e-u inn í lófann á mér og sagði - gaman að sjá þig aftur! ;o)

Getiði hvað! Ég varð náttúrulega alveg hlessa! Leit svo niður og DÓ úr hlátri!

Fékk í "upp í hendurnar" nafnspjald sem á stóð hans nafn og svo "kandídatspróf í lyfjafræði". Auðvitað hafði hann svo skrifað gsm nr.sitt fyrir neðan... skondið! Fékk einmitt svona nafnspjald sjálf frá Glitni eftir útskriftina í vor og við stelpurnar vorum að djóka með að nota þetta!

Annars gengur vinnan sinn vana gang, er alltaf að læra, lenda í spennandi hlutum og jafnvel lækna fólk! En það er það allra besta, að geta læknað fólkið!
En, jæja, best að fara að horfa á Prison Break...

P.s.Smá documentation frá kokteilakvöldinu okkar um helgina :)