Dr. Togga... bloggari!

Monday, May 23, 2005

Mánudagur...

Ahh... búið að jafna sig á þynnku helgarinnar... gaman að djamma loksins aftur (og það með ÁDÍ :), eftir dá gott hlé sökum anna og lærdóms ;o) ... and... back to the real life... sest í fyrirlestra í morgun... húfff, hvað það var ekki auðvelt... ætlaði svo að vera ægilega dugleg að læra í dag þs prófið er jú á föstudaginn... en o, neinei... sá brýna nauðsyn þess að taka fyrst til í lærdómsherberginu. Endaði með hillutilfærslu og alles! Ég er nú meiri sauðurinn...
Anyways... njótið gluggaveðursins!

Friday, May 20, 2005

Euro hvað?!...

Jæjajæja... og Selma komst víst ekki áfram... greyið… mér fannst nú lagið ansi flott en ég var hinsvegar ekki sátt við þennan blessaða samfesting! Íslendingar meira að segja farnir að plana sigurinn, byggja stóra tónleikahöll og alles… O, jæja… það verður víst að hafa það…
Af mér er annars það að frétta að ég er í prófapásu, ef hægt er að kalla það svo : ) Byrja aftur í fyrirlestrum eftir helgi og svo próf á föstud eftir viku. Kláraði barnalæknisfræði prófið í fyrradag… og bara búin að vera að leika mér síðan ;o) Annars var hún amma voða sæt við mig þegar ég var að lesa f prófið… kom færandi hendi með e-ð að maula fyrir mig! Haha… ömmusælgæti, þe meira súkkulaði! + dollu með nammiblandi! Annars gekk nú bara ágætlega að læra f prófið… alltaf finnst manni nú samt maður geta gert betur! En, ég ætla að segja ykkur smá frá nokkrum atriðum sem fram komu við próflesturinn.
Ég komst að því að lesblindu má flokka undir misþroska… þess ber þó að gæta að misþroski er alls ekki sama og þroskaskerðing! Þroskaskerðing þýðir lægri greindarvísitala/IQ en misþroska þýðir einfaldlega það að fólk er misöflugt á hinum ýmsu sviðum þe ójafnvægi er milli þroskaþátta, en greindin er eðlileg! Misþroska er því hugtak en ekki sjúkdómur… það má segja að ekki bara lesblinda flokkist undir misþroskan… heldur líka lagleysi! Þetta fannst mér ansi merkilegt!
En, jæja… einnig má geta þess til gamans, að rannsóknir hafa sýnt fram á tengst milli frjókornaofnæmis og hærri IQ!!! Ég var voða glöð að heyra þetta og fann þar bót á máli við mínu skemmtilega frjókornaofnæmi ;o) en hinsvegar veit ég nú ekki alveg hvort ég geti talist með í þessum flokki, þs ég er svona “late bloomer”… venjulega kemur ofnæmi eins og frjókornaofnæmi, kattarofnæmi osfrv fram hjá börnum við ca 7ára aldur… mitt frjóofnæmi kom hinsvegar ekki fram fyrr en ég var að nálgast tvítugt, og því hugsanlegt að ég sé hreinlega ekki eins gáfuð og hinir… djö… :o(
Hvernig ætli málingarvesenið gangi annars hjá Bryndísi og Peo í Sverige?... hummm… það gekk víst e-ð erfiðlega hjá þeim að velja liti… verð að segja að ég kannast aðeins við þann vanda. Nú er einmitt verið að taka stigaganginn hjá mér í gegn… mála og setja nýtt teppi osfrv. Nema, það hefur einmitt verið voða mikið vesen með að velja liti! Aumingja nágranni minn á hæðinni f ofan var búinn að fara fleiri fleiri ferðir í málningabúðir bæjarins að leita að rétta litnum á handriðið, búinn að kaupa um 15málningaprufur!!! (án grins!) og alltaf var þetta e-ð hálfómögulegt… endaði með því að hann bað mig hvort ég væri ekki til í að kíkja og vita hvort ég sæi e-ð?! Jújú, ég ákvað að reyna… fór eina ferð í eina málningabúð… fékk 2prufur (önnur var nú bara meira svona til að fá samanburð fyrir hina og ákvað bara að taka hana með í bríaríi)… nema hvað… báðir litirnir voru svona ægilega flottir!!! Og voru þetta einu litirnir sem komu til greina! Haha… svo segja mér sérfróðir menn í nákvæmnis- og litatóna vinnu (hún systir mín sem er tannsmiður)… að konur séu bara einfaldlega betri í að velja liti heldur en karlmenn, þær virðist hafa “dýpri” skynjun f litum ;o)

Well… Eurovision á laugarsdaginn verður nú hálfgert prump e-ð… Ísland ekki einu sinni með! Og ég sem var boðin í þetta svakalega Eurovision partý aldarinnar! Með skjávarpa og ALLES! Jæja... en þar er allavega komin enn ein ástæðan til að detta almennilega í’ða ;o) hihi... fer einmitt líka á föstudagskvöldið í BOB veislu (barbeque) hjá Sverri, sem á afmæli! : ) Þar mun að auki fara fram vorfagnaður ÁDÍinga... og hefur komið fram sú tillaga að heimklúbburinn ÁDÍ fylgi trendinu í dag... mun því verða lögð fram sú tillaga að nafninu verði breytt í ”ÁDÍ Group”! ;o) En hópurinn teygir einmitt anga sína víða um heim, til Noregs – land olíu og fisk, Hollands – þar sem allt má flakka, USA – ”the land of dreams”, Kína í fyrra, Indland verður fyrir valinu í maí osfrv... og síðan mun grúppan teygja sig enn fremur til Afríku í sumar ;o)

Jæja, kveð að sinni!
Tobba tótarófa

Saturday, May 14, 2005

Til hamingju!

Langar aö óska Ingveldi og Bjarka innilega til hamingju með litlu prinsessuna, stúlku Bjarkadóttur! En hún fæddist í nótt :) Ég vona að móður og barni heilsist vel...
Veit að Guðrún Birna verður örugglega glöð með að vera búin að eignast litla vinkonu ;o) allavega eru foreldrar hennar að sprynga, þau hlakka svo til að sjá þá stuttu!

Wednesday, May 11, 2005

Vanþrif...

Já, er þessa stundina að lesa um vanþrif barna... Fólk hefur víst oftar en ekki misskilið merkingu orðsins og haldið að það þurfi að þrífa börnin (foreldrar jafnvel móðgast pínu)... en það er nefnilega alls ekki málið... þetta orð er notað yfir það að barn þrífist ekki nægilega vel, þe dafni ekki og þyngist! og útleggst á ensku, "failure to thrive"... En þetta er einmitt diagnosa sem notuð er í barnalæknisfræði, þegar það á við...
Þar með er því komið á framfæri... og ég ætla að halda áfram að lesa barnalæknisfræði :o)

Til gamans... linkur yfir á norsku læknanemasamtökin... smá info um Kenya verkefnið sem Morten vinur okkar frá Noregi startaði... og við erum einmitt að fara út í gegnum þau :)

Monday, May 09, 2005

Komin með farmiðann í hendurnar!

Jibbí!!! Já! Ég er sko komin með farmiðann í hendurnar takk fyrir :) Það gekk nú fljótt og örugglega fyrir sig... pöntuðum flug á netinu í gengum þessa fínu, ódýru heimsíðu þs hægt er að finna flug út um víða veröld... tékkið á http://www.lastminute.com ... og svo er flugmiðinn bara kominn heim í póstkassann á innan við viku!
Er farin að hlakka ótrúlega mikið til fararinnar!

Annað mál... hef stórar áhyggjur af þessu áti... er gjörsamlega dottin í sælgætið! húff... þarf að taka mig verulega á í þeim efnum!... þó svo ég hafi nú hlaupið og hjólað samtals rúma 7km í dag... þá er það nú engin afsökun fyrir því að sleppa sér í súkkulaðið! og hana nú!

kveð að sinni,
lærdómurinn kallar!

Sunday, May 08, 2005

Tæknin...

Smá test... til að prufa hvort tæknin virkar... ætli ég geti sent email sem birtist svo á blogginu mínu??? hummm...
Kemur í ljós!

Annars er merkilegt hvað hægt er að tapa sér á netinu þegar maður á að vera að gera e-ð allt annað! Held ég geymi tölvuna bara e-s staðar annars staðar heldur en við hliðin á mér, í bili...

Thursday, May 05, 2005

Who's your inner European?

Your Inner European is Spanish!



Energetic and lively.
You bring the party with you!

Talandi um klósettsetur

Já, má til með að deila því með ykkur... að ég hef hitt klósettsetueiganda aldarinnar! Hún Erna mín, sem kemur með til Kenya, á einmitt alveg svakalega spes WC-Z... hef bara aldrei upplifað aðra eins... hún er nefnilega mjúk! Já... virðist e-n vegin laga sig spes að bossanum... agalega þægilegt... get alveg ímyndað mér að klósettferðir á þeim bænum séu ívið í lengri kanntinum heldur en á öðrum bæjum...

Jæja... fékk mail frá Höllu góðvinkonu minni og fyrrv.leigusala mínum í Stokkhólmi :) Var voða glöð að heyra í henni! Þau eru komin með lítinn sætan hund! haha... ætli bólið mitt í Stockholm sé nýja bólið hennar litlu?...hummm...

Er búin að vera í sms bandi við mömmu í dag... það fyndna við þetta er að síðustu daga hefur verið nóg að gera hjá mömmu og pabba í allskonar veislum og afmælum, vorum ma í útskriftarveislu í gær hjá Reyni frænda (sem bjó einmitt líka í Stokkhólmi)... mamma alltaf að segja að hún sé að fá hugmyndir fyrir næstu veislu hjá okkur... skildi fyrst ekkert hvað hún var að bulla... en þá kom í ljós að hún var að tala um útskriftina mína!!! sem er NotaBene aðeins eftir 1ár... (skrýtið hvað tíminn líður hratt!)... anyways... pointið með þessu var sum sé það... að mamma, pabbi og amma eru í e-r skrýtinni afmælisveislu í dag hjá presti sem ku víst vera skyldur mér... fékk sms þar sem mamma tilkynnti að þar væri boðið upp á plokkfisk! Sendi til baka e-ð sniðugt komment um að nú væri hún komin með fleiri hugmyndir fyrir veisluna væntanlegu, sem henni fannst alveg "brilliant" ;o) ... en... ekki nóg með það... að rétt í þessu var ég að fá sms um að nú væru magadansmeyjar að dansa!... Skil ekki alveg hvað hefur eiginlega verið í þessum plokkfiski?!

Haha... er annars búin að vafra lítillega um á netinu... og svo skemmtilega vildi til að ég rakst á bloggsíður vina minna... sem ég hef verið of mikill sauður til að nálgast fyrr... mun bæta ÁDÍ vinum mínum við, í linkana hér til hliðar, hið snarasta!

Over and out!


P.ssss... næstum búin að gleyma... Afríka nálgast óð fluga... (vona hinsvegar að ekki verið of mikið af flugum þar)... erum búin að panta flugmiðana, gistingu og alles! Þá er bara spurning hvurnig á að fjármagna heila klabbið?!

Tuesday, May 03, 2005

Ég á ekki til orð...!

Já, ég lenti í alveg hreint ótrúlegu máli... verð bara að segja... að ég á ekki til eitt aukatekið orð yfir þessu! Ég meina'ða!
Fékk mjög undarlegt símtal í dag... kona sem sagðist hafa verið að labba á bílastæði Landspítalans í gær og það hafi verið "bakkað á HENDINA á henni"... hef ekki hugmynd hvernig í andsk.. hún hefur haft uppi á númerinu mínu... anyways... segist hún hafa þurft að fara á slysó, sé brákuð (fyrst hélt hún því fram að hún hefði brákast í "handakrikanum"!!! geri aðrir betur!), eigi að vera í gipsi í 8vikur... hafi talað við lögregluna og þeir sagt henni hvort hún vildi ekki fyrst tala við manneskjuna sem keyrði bílinn... og nú þurfi hún að... "fá út úr tryggingunum"!
Jammm... svo undarlega vildi einmitt til að ég var að bakka út úr stæði í gær, á bílastæði Landspítalans... leit mjög vel í kring um mig þs ég var mjög meðvituð um það að alveg við er dálítið leiðinlegt horn og ég vildi að sjálfsögðu vara mig!... ég bakka NB mjög hægt af stað... þegar skyndilega... er bankað þrisvar sinnum, mjög fast utan í bílinn!!! Ég stöðva bílinn í skyndi... lít við og við mér blasir mjög agiteruð kona sem æpir á mig: "Passaðu þig"!... ég ypti öxlum + hristi höfuð og segist á móti ekki hafa séð hana!
Nema hvað... þá er þetta sama konan! Hún hélt því fyrst fram að ég hefði "bakkað á hendina á henni"... sem mér er nú fyrirmunað að skilja hvernig það er eiginlega hægt án þess þá að bakka frekar yfir tærnar á fólki! En svo viðurkenndi hún það nú að það hefði fokið í hana... og jú... kannski að hún hefði e-ð danglað í bílinn... (mamma er mér til vitnis þs ég setti nú símann á speaker!)... en... nei, tilgangurinn með símtalinu var ekki sá að hún ætlaði að "sue my ass of"... heldur vildi hún láta mig vita hvað hefði gerst...
Verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki alveg... og konan hljómaði fremur undarlega með þetta allt saman... ??! Hvernig er hægt að "bakka 3x á hendina á fólki"???... enda bakkaði ég ekkert á konugreyið... hún hefur bara lamið sig sjálf til óbóta á bílnum mínum!... best að fara nú og kanna hvort bíllinn minn sé ekki bara "brákaður" líka!