Dr. Togga... bloggari!

Friday, June 01, 2007

Mmmmmuuuuuuh!

Já, verðu nú bara að verða við svo fallegri bón. Sko! Ég baulaði fyrir þig Anna Brynja mín :)
Jæjajæja, annars er allt fínt að frétta að vanda. Still keeping busy. Fékk einkatíma í tango í gær, jah, eða þar til öll "pörin" tóku að birtast og þá þurfu kennararnir að sinna þeim. En jæja, fékk allavega að æfa mig með kennurunum, sem var mjög fínt.
Nú, svo er ég bara krónískt "on call"... Stundum eru svona "þemu", td augnslys! Allt er þá þrennt er :) Nú, en svo má ekki gleyma að þema dagsins var "þrjóskir krakkar"! Frekar skondið á tímabili. Annars var ég síðan á vakt á Kleppi um daginn, smá aukavakt að redda málum, nema mín var agalega þreytt og ætlaði að leggja sig (gerist NB aldrei neitt á þeim vöktum)... neinei, var þá ekki bara brjáluð lúðrasveit og læti. Fattaði ekki að verið væri að halda uppá 100ára afmælið.
Er að hugsa um að búa til "þema" sumarsins... það verða matarboð! Var með lítið kósí matarboð um síðustu helgi og verður slíkt hið sama þessa næstu... Gaman gaman!

muhh að sinni,
Búkolla

2 Comments:

  • En krúttó. Ég skal sko alltaf koma í matarboð til þín en var nú bara að átta mig á því að það hefur enn ekki gerst ... er að spá í það hvort ég eigi að móðgast ... en nenni því ekki eins og er hihihihihihihi
    La Bamba og dinner mexican style þegar ég kem frá Parísarborg í lok mánðar ok!
    Luv, Anna Brynja
    p.s. takk æðislega fyrir bókina, ég var sko á leiðinni að fá hana lánaða hjá vinkonu minni áður en ég færi út - þvílík tilviljun! Já og kortið var auðvitað ómetanlegt - PRICELESS eins og við erum ekki satt!

    By Anonymous Anonymous, at 6:12 pm  

  • Hehe, alls ekki móðgast mín kæra! Kemur að því, alveg örugglega fljótlega að þú verðir boðin í matarboð :) Hvernig væri að láta verða af því þegar þú kemur úr rómans ferðinni?!
    ...og verði þér að góðu m bókina :) Fannst hún hljóta að höfða til þín þessi :)

    By Blogger Thorgerdur, at 12:42 am  

Post a Comment

<< Home