Dr. Togga... bloggari!

Saturday, April 29, 2006

4 down and 3 to go!

Jæjajæja, mín bara búin með embættisprófin í skurðlækningum. Gekk bara vel í munnlega og verklega, en á hinsvegar alveg eftir að sjá hvað kemur út úr því skriflega. En nenni sko ekki að stressa mig á því. Eftir prófið fór ég í göngutúr með GB litlu, ásamt foreldrum hennar... var dregin á rólóvöllinn... á hælaskónum í sandkassann ;o) Skemmtum okkur konunglega að róla, ég og GB... var búin að gleyma hvað það er gaman þegar maður fær í magann af að róla hratt hratt... hátt upp í loft! Víííí...

Ahhh... Er meira en hálfnuð með embættisprófin og bara 3 próf eftir... reyndar má segja að það séu stærstu prófin... en bara tæpar 2vikur eftir í skóla það sem eftir er! Skrýtið, ég sem er búin að vera 21 ár í skóla!

Anyways... best að halda áfram... öfug stafrófsröð í vitjunarprófinu – sem þýðir að ég er nr.3! Þeir síðustu verða loks fyrstir... ekki það, það hefði nú verið ágætt að hafa aðeins meiri tíma fyrir það próf, en samt svo sum ágætt að drífa það bara af!

Luego!
Soon to be... dr.Togga

Saturday, April 15, 2006

Föstudagurinn langi var alls ekki nógu langur!

Vona þetta sé í síðasta sinn sem ég óska þess að föstudagurinn langi sé lengri heldur en hann er... kannast við þetta áður, nefnilega þegar maður er að lesa fyrir vorprófin og er að falla á tíma... Nú sem aldrei fyrr líður tíminn allt of hratt mtt lesturs... en kannski ekki nógu hratt með það fyrir augum að klára dæmið/embættisprófin af!

Af hverju ekki kalkún?

Dreymdi kalkún... hvað svo sem það þýðir. Fletti því upp. Þýðir það veikindi dreymanda (svo hann þarf að fara varlega; muna taka lýsið og vítamín!). En að sjá kalkún spígspora þýðir að dreymandi leggur andstæðing sinn að velli! Kýs að trúa hinu síðarnefnda... vona (ekki einusinni í laumi) að andstæðingurinn séu embættiprófin mín í dulargervi... (verð að muna þetta þegar Björn Rúnar grillar mig í munnlegri medicine með ónæmisfræðilegu ívafi... sé hann bara fyrir mér sem spígsporandi kalkún! :o)

Thursday, April 13, 2006

Gleðilega páska!

Ýmislegt sem gerist fyrir framan gluggann minn get ég sagt ykkur... hér rétt í þessu gengu fram hjá tvær ungar dömur... önnur klædd í beikar siklináttbuxur, með bleikan fjaðurskúf um hálsinn og kórónu á höfði! Keyrandi hagkaupsinnkaupakerru og veifuðu bílunum sem keyrðu vestur Listabrautina. Merkilegt og jafnframt skemmtilegt hvað sumum dettur í hug... Hvað ætlar þú að gera um páskana?... ja, ég er að hugsa um að dressa mig upp og fara í Kringluna með bleika fjaðurskúfinn minn ;) Segið svo að maður láti sér leiðast að stara út um gluggann á milli lestarna!
Skrapp annars afmælisveislu til Sollu í dag, svona "late brunch". Hún var búin að segja að þetta væri ekkert fancy, en annað kom nú á daginn. Heljarinnar veitingar og flottheit! Naut þess að spjalla við aðra ÁDÍinga um daginn og veginn... meira að segja held ég hafi fengið smá lit í kinnar af korterst spjalli úti í sólinni á svölum.

Gleðilega páska, ungarnir mínir!

Wednesday, April 05, 2006

Kenya - the story behind the journey

For all you interested in our little trip to Kenya last summer... volunteer work and all... you can see our article in The Icelandic Medical Journal... if you can read Icelandic :) but if you don't, you can at least look at the nice pictures! Here is the link to "Kynni okkar af Kenya".















Back to study...

Saturday, April 01, 2006

Borga borga...

Vá... var að borga hrikalega mikið í gær. Greiddi Thailands ferðina og það var sko ekki ódýrt! Vorum líka hálfur bekkurinn að hringja í banka og kortafyrirtækin til að hækka heimildina. Hálfskondið þs við stóðum saman 5 stk úr bekknum inni á skrifstofunni og allir í símanum að biðja um hærri heimild... Fengum það fyrir rest... En reikningurinn verður líka “pínu” hærri hjá mér þs ég er líka búin að panta far til Köben í ágúst :) Stelpuferð á Malmöfestevalen – og ég er ekkert lítið spennt! Jæja... best að spýta í lófana og fara að lesa, eða öllu heldur HRAÐLESA! Ekkert sem heitir! (ef maður ætlar nú að útskrifast í vor)

P.s. Var nú að spá í að sleppa að skrifa færslu... þs ég vildi nú helst hafa Dr.Shepherd áfram ;)
P.p.s. Munið að taka frá 24.júní... því þá verður veisla!