Dr. Togga... bloggari!

Sunday, February 19, 2006

Til hamingju Ísland!

Það er helst í fréttum að Silvía Nótt vann íslensku undankeppnina fyrir Eurovision :) Með ótrúlegum yfirburðum. Er óhætt að segja að Íslendingar ætli að hrista aðeins uppí keppninni í ár, en það höfum við gert áður eða þeas Páll Óskar...

If u want to listen to the Icelandic contribution to the Eurovision songcontest 2006, here it is!

Saturday, February 18, 2006

"Skilmisingur"

Já... stundum er þetta ekki auðvelt. Ein mynd sem fær þig til að brosa :)

Saturday, February 11, 2006

Tíminn líður...

Já... tíminn líður, trúðu mér! (þetta kannast ÁDÍingar allavega við ;o) Það er samt eiginlega hálfalarmerandi hvað tíminn líður hratt. Litla systir að fá bílpróf eftir örfáa daga, langt liðið á febrúar, fyrsta embættisprófið mitt eftir 20daga... shit fuck... úbbs, má kannski ekki segja svona. Ég sé að ég þarf alltaf að plana allt með e-m skemmtilegheitum framundan, partý, utanlandsferðir etc. Held ég bjóði stelpunum bara í mat og sukk þegar við erum búnar með verklegaprófið í kirurgiu/skurðlækningum og prófið í svæfinalækningum. Langar voðavoða mikið að fara með familíunni til Canarí um páskana... en sé að það væri vart skynsamlegt, með hin títt umræddu embættispróf yfir höfði sér. En ég var líklega ekki búin að tilkynna hér á síðunni um næsta stórferðalag mitt... jah, mín er nemlig á leið til Thailands! Í útskriftaferð :) Aldrei að vita hvort ferðin verði svo framlengd... reyndar eru tvær grímur farnar að renna á ferðafélaga minn með það. Smá hræðsla við fuglaflensu og trúarofstæki... sjáum til hvað verður, hvort ég nái að snúa þessu við ;o)

Læt fylgja með... mynd af mér og Ernu, ásamt safaríleiðsögumanninum okkar, erum þarna stödd á landamærum Kenya og Tanzaníu :) Mikið var þetta nú gaman...

Monday, February 06, 2006

Afmælisveisla ársins

Já, ég var sko í almennilegri afmælisveislu um helgina. Hún Þórhildur, one of my best friends og líka systir einna af mínum bestu vinkonum, hélt uppá afmælið sitt, ásamt kærastanum... sem Nota Bene eiga sama afmælisdag! öll þrjú! Jæja, anyways, það var bara matur og læti, fullt hús út úr dyrum... Svo var mín nú svona aðeins að aðstoða afmælisbörnin og hjálpa til að ganga frá... nema hvað að e-r snobb gellur dauðans (og gestir í afmælinu) pirruðu undirritaða örlítið... æ... förum ekki nánar út í það... það skyggði samt ekki á að þetta var ofsalega flott afmæli, skemmti mér voða vel, fékk skuttl hjem og allir glaðir :)
Jæja... er síðan orðin sérfræðingur í scoliosum. Vorum þrjár vinkonurnar saman með seminar um þetta efni, fréttum svo eftir á að þetta var víst ritgerðaspurning á embættisprófunum fyrir um 3 árum... haha... má alveg koma aftur fyrir mér ;o)

Er annars hálflasin og slöpp... kannski með hita, en nenni ómögulega að mæla mig (doktorinn sjálfur, jæja!)... over and out