Dr. Togga... bloggari!

Tuesday, November 29, 2005

Afturendi minn alltaf í...

Sjónvarpinu! Alveg dæmigert... undanfarið hafa fréttir af Lansanum (LSH = Landspítala Háskólasjúkrahús) verið tíðar. Eru menn þá ekkert að fara að taka endalaust nýjar myndir af "actioninu" á spítalanum heldur notast við eldra efni (skiljanlega).
Nema þetta eru sumsé myndir frá því e-n tíma í sumar, þegar undirrituð var við störf á stofnuninni. Tekst ekki betur til en svo að endalaust er verið að sýna myndir af bakhluta mínum! Þótti þetta nú dálítið fyndið, fyrst þegar þetta kom í fréttum í sumar (man nú ekki um hvað hin eiginlega frétt var), en allavega þekkti bekkjarbróðir minn baksvip minn í sjónvarpinu - en pabbi tók ekkert eftir því að dóttur hans hefði brugðið fyrir!
Mér er nú samt hætt að þykja þetta fyndið... geta þeir ekki tekið nýjar myndir for cryin' out loud?!


Anyways... stefnumótið við Che var náttla bara æði... horfðum á "Motorcycle diaries". Flott mynd með fallegum myndaskotum! Reyndar spillti svo sum ekki fyrir, myndarlegi aðalleikarinn :)
Hefur þetta bara eflt áhuga minn á að ferðast til S-Ameríku... þau plön verða þó líklega að bíða e-ð í bili... Þessa stundina er ég að velta fyrir mér smá interrail ferðalagi, spurning hvort það verður næsta ferðalag eða hvað? Kemur allt í ljós :) Ætla allavega að læra aðeins meira í spænskunni áður en ég fer til S-Am.

Best að klára að lesa Dubin fyrir svefninn... besta bók sem ég hef lesið, kennslufræðilega séð... If anyone's reading (and doesn't understand my icelandic ;) - Am just finishing reading "Rapid interpretation of EKG's" by
Dubin, by far one of the best books from a teaching point of view...

"Búkalú" með Stuðmönnum hljómar í eyrum mér - og ég held áfram að lesa :)

Sunday, November 27, 2005

Jungle fever in Norway...

Jeb... lots of fun in Norway :)


Thursday, November 24, 2005

Back from Norway... a while ago...

Jeb... back from Norway :) Had an excellent weekend just outside of Bergen with my fellow-FINO-friends! We had a very nice productive weekend, where we planned some future improvement to our great Kenya project.

Já, óskað var eftir áframhaldandi bloggi... verð nú að verða við þeirri fallegu beiðni :) Gaman að vita að fólk sé acutally að lesa það sem maður skrifar, haha...
Ýmislegt hefur nú á daga mína drifið frá því síðast var bloggað, og seisei jájá. Ákvað skvísan bara að skella sér til Norge, með stuttum fyrirvara. Hafði upphaflega ætlað að halda í þessa ferð en var hætt við og búin að afboða komu mína... e-ð sat það þó í mér og endaði sum sé með því að vinan ákvað bara að la’ det svinge! Sendi vinum mínum og skipurleggjendum sms 2 dögum fyrir ráðstefnuna til að kanna hvort hægt væri nokkuð bætt mér við á listann, skjót voru svör og menn bara glaðir að fá hana Þorgerði sína í hóp ráðstefnugesta :) Erik var líka himinlifandi yfir að ég ætlaði að koma! Fékk líka hlýjar móttökur þegar ég hitti Erik í rútunni á leið til Dyrkolbotn þar sem ráðstefnan var haldin. Faðmlögin voru svo mikil að munaði engu að eitt stykki vodkaflaska brotnaði ;)
Anyways... áttum frábæra helgi þar sem mikið var fundað og m.a. Kenyaverkefnið þróað til betri vegar. Svo má auðvitað ekki gleyma því að það var aldeilis frábært að hitta góða vini og kunningja á ný :) ótrúlegt hvað maður þekkir orðið af fólki á Norðurlöndunum og alltaf gaman að kynnast fleirum. Gaman frá því að segja að sænska sendinefndin elskar þá íslensku, þeim finnst við bara svo skemmtileg e-ð... don’t know why?! ;)

Óhætt er að segja.. that Bergen was... rainy! Gistum svo eina nótt eftir ráðstefnuna hjá vinum mínum Morten og Tore, hressir strákar :) Fengum okkur kínamat og höfðum það huggulegt um kvöldið ásamt nokkrum stelpum úr sænsku sendinefninni sem tóku svo næturlestina frá Bergen, þám voru Sofia og Vesta, frábærar stelpur!

Jæja... annars er mín búin að vera í verknámi þessa dagana. Á lungnadeild og slysa-&bráða. Svo er stúlkan líka að vinna sér inn smá pening og taka vaktir. Er nú svo komið að ég er að fara í stutt frí, ef frí skyldi kalla... því það verður nýtt til fullnustu í lestur og lærdóm!!!
Kíkti í afmælisboð til Höllu Sigrúnar um daginn. Skvísan hafði galdrað fram úr erminni svaka kökuhlaðborði á now time :) öflug!
Fréttnæmt þykir að stofnað hefur verði FÓL eða félag óháðra læknanema, með heima-/bloggsíðu og alles, www.blog.central.is/fol. Að sjálfsögðu hefur mín ekki látið sig vanta á viðburði hins nýja félags... aðallega vísindaferðir... hihih.

Anyways... langt blogg þs ýmislegt! hefur á daga mína drifið enda langt síðan ég bloggaði síðast...

Kveð að sinni... have a date with “Che Guevara” to night :)