Dr. Togga... bloggari!

Wednesday, September 21, 2005

Twenty people eaten by lions in Ethiopia!

Já, ljónin, vinir mínir, voru víst orðin hungruð þarna í Eþíópíu... næsta Afríkuríki austan við Kenya.

Vorum við Kenyafarar nú samt sem áður ekki í verulegri hættu í Masai Mara, og þó... hefði getað orðið svo, ef ég hefði fengið að skreppa út úr bílnum til að klappa ljónunum. Verð að viðurkenna að mig langaði svo! En var sum sé stoppuð af ferðafélögum mínum, rétt svo, þau íhuguðu nú reyndar fyrst hvort þau ættu bara að leyfa mér - taka myndir af öllu saman - selja fjölmiðlum og verða rík! En... nei, e-ð hefur þeim þótt agnar ögn vænt um velferð mína og ákváðu því að stöðva mig í þessari vitleysu - var nú líka pínu skynsöm stelpa sjálf... :)

Það var nú samt svakalega flott þegar við sáum ljónynjurnar þrjár sem voru að gera sig líklegar til að veiða saklaust impala par (sem NB voru upptekin við að gera dodo ;)... e-s urðu þau þó áskynja, enda kannski ekki furða þs bílastóðið beið spennt átekta! Án gríns voru þarna hátt á annan tug safaríbíla, fullir af forvitnum ferðalöngum aka túristum með myndavélarnar í viðbragðsstöðu! Sjáið bara hvað þær eru flottar... :)


- Get reyndar sagt ykkur það, að allir nema litla ég, voru með myndavélarnar tilbúnar... þar sem ég lenti í því óskemmtilega "óhappi" að nýja fína 1Gb minniskortið mitt (sem ég keypti í fríhöfninni á leiðinni út, spes fyrir þessa ferð)... bilaði!

Kwaheri!
Thorgerdur

Tuesday, September 20, 2005

Aujublogg

Jæja... hitti hana Auju mína í dag :) mikið gaman, hef ekki séð hana alltof lengi! En Auja vildi að ég bloggaði þéttar... svo nú blogga ég spes fyrir þig e'skan!

Var voða dugleg í dag... fór út að skokka, svona uþb 5km. Fór nú heldur léttar með það en þegar ég var að byrja, ótrúlegur munur! Er aðeins minni físibelgur, en mási nú samt pínu ;p
Prófið síðasta laugardag gekk bara svona lala, ekkert spes. Dálítið asnalega opnar spurningar if u ask me. En, 'etta reddast! eða á sænsku - Det ordner sig! En, þá er það hinsvega næsta próf - og alltaf skal það vera á laugardögum! virðist vera e-t þema í læknadeild þessa dagana. Hnusss!

Best að fara nú að lúlla... á að mæta á Reykjalund í fyrramálið, endurhæfingarlæknisfræði ;) gaman gaman! Get líka kíkt við hjá mömmu, þar sem ég er nú að koma í vinnuna til henna, haha!

P.s. Var nú ekki búin að upplýsa um nýjasta æðið mitt... fyrir utan skokkið... er farin að læra spænsku! Loksins lét ég verða af því, hefur alltaf langað til að læra rómanskt mál. Greip tækifærið þegar Erla, Kristín, Eddi og Sverrir fóru á námskeið og skellti mér með :)

Friday, September 16, 2005

Klakagerðarmaðurinn

Er bara alveg hætt að búa til klaka... virðist hafa “af vanist” slíkum munaði í Afríkunni...

En er annars búin að vera að leika “lækni í vitjun” síðustu daga :) litla sæta frænka búin að vera með lasin með rosa háan hita og nú auðvitað verður doctore að fylgjast með skvísunni... er svona “on call”... ekki það að foreldrarnir standa sig náttúrulega alveg eins og hetjur með litla lasna barnið. Guð... fæ bara í magann þegar snúllan byrjar að hósta og svo snörlar svo í litla nebbanum.

Hvað á maður annars að gefa leikkonu í útskriftargjöf?

Er fallin... get ekki hamið mig í súkkulaðinu... og afsökunin, er PRÓF
- Not much point in jogging when you eat to much chocolate!

Wednesday, September 14, 2005

Out of Africa

Vá! hvað það er frústrerandi þegar allt fína bloggið dettur út áður en maður nær að birta það! Taka 2:


Sæl nú!
Jæja, er þá mætt á skerið... fyrsta blogg eftir heimkomu. Reyndar tæpar 2vikur frá því ég kom, en ég meina... Búin að bralla ýmislegt eftir Afríkuferðina, sumt sem ekki er í frásögu færandi og myndi jafnvel teljast óbirtingarhæft, ojæja...
Fór meðal annars á dögunum í innflutningspartý hjá Sollu&Óla sem "opnuðu" enn eitt "félagsheimili" ÁDÍ með pompi og prakt, að sjálfsögðu BOB þe barbeque a la Óli og meðlæti a la Solla :)

Á nú reyndar að vera að læra fyrir próf, as we speak, en finnst fremur erfitt að binda mig við skrifborðið í þessu fína veðri... þó það sé hálfpartinn gluggaveður. Er annars orðin ofvirk, sem er svo sum ekkert nýtt, þó er það nýtt í þessu að mín er byrjuð í skokkhóp! Ekkert hálfkák þar á ferð, heldur fór ég tæpa 8km í gær!!!

Í sambandi við Kenyaferðina góðu... var ég að spá í að hafa smá framhaldspistil á blogginu mínu, þe ef áhugi er fyrir slíku :p Hef reyndar fengið fjölda áskorana frá erlendum vinum um að skrifa nú e-ð á ensku þs þau hafi átt í bassli með íslenskuna (hihi, kannski ekki skrýtið). Stefni að því að bæta úr... Hefur einnig verið skorað á mig að hafa myndashow, er planið því að setja saman smá sýningu og efna til haustfagnaðar í tilefni þess... verður svo væntanlega valið úr og settar fleiri myndir á netið :o)

Nóg í bili... over and out!