Dr. Togga... bloggari!

Sunday, February 27, 2005

Enn einni helginni að ljúka

... Djö... var búin að skrifa heilan helling... og svo bara datt það allt út! AAAARRRGGG!!!

Aðalatriðin... the short version:
Tíminn líður of hratt!!! þarf að læra, hef samt ekki tíma... vildi geta ýtt á "stop", klárað fullt... og ýtt svo aftur á "play"! einfalt! ...en ekki hægt... oh!
Styttist í próf í kvenna... enn ein ástæðan fyrir því að ég þarf að hætta þessu röfli og drullast til að læra! ... svo var ég bara e-ð að pirra mig á því að þurfa að fara eftir prófið í verknám í 2vikur til Vestmannaeyja! vera "stuck" þar... komast ekki heim til að gera ýmislegt sem bíður, geta ekki farið í ræktina... og ekki einusinni kíkt á djammið ef mann langar eða nennir! boring! jæja... en þýðir víst lítið að röfla!

Helgin sem er að líða:
Fór á Nasa... og NEI! ég er ekkert alltaf þar! Tilviljun ein að þetta eru 2helgar í röð... hef annars ekki farið þangað í... ja... næstum því að megi segja... mörg herrans ár! En... sum sé... við fórum að hlusta á Jagúar... sem voru góðir að vanda!
Á föstud... varð ég auðvitað að mæta í vísó í Vistor... fínar veitingar... partý á eftir :) hihihi...


Skemmtilegi parturinn af þessari bloggfærslu átti að vera um Afríku!!!... já... er vonandi á leiðinni til Afríku... nánar tiltekið til Kenya, að vinna á lítilli heilsugæslustöð í úthverfum Nairobi :)
Er stax farin að hlakka til :) jibbbiíí!... segi ykkur meira þegar ég veit e-ð!

Markmið næstu vikuna:
Að vera þvílíkt, ógissla dugleg að læra eftir skóla!!! og vera líka dugleg að fara í ræktina og hreyfa mig, eða fara í göngutúr! (ef tími gefst til... læra betur á þetta blogg, svo ég geti sett inn myndir... já og ekki TAPAÐ heilu færslunum! ;o)

Farin að læra!
bæó

B

Monday, February 21, 2005

All clear!

Já, á meðan ég man... "all clear" frasinn sem gjarna er notaður í bíómyndum hefur nú verið útfærður nánar og kunnugir herma að Kaninn noti núna þennan frasa: " I'm clear, you'r clear, all clear"!... meira hvað þeir eru "útfærðir" í þessum frösum!

Action í ER

Jæja... þá er maður loksins kominn heim eftir 13tíma "útlegð"... sem reyndar telst nú ekki vera mikið þs nú er maður orðinn vanur 24tíma vöktum! :) En, anyway... þá fór ég á verklegt endurlífgunarnámskeið eftir verknámið í dag. Vorum að læra á stuðtækin og svonna... nú og æfa okkur í að læra hvenær má stuða og hvenær byrjar maður á e-u öðru... nú og hvenær og hvaða lyf á að gefa osfrv. Það á sem sé að stuða strax í Ventricular tachycardiu eða Ventricular fibrillation ("V tac" og "V fib" eins og þeir segja í ER ;)... Nema ég var helst til "stuð glöð"... var í miklu stuði og vildi bara stuða og stuða... helst án þess að stoppa á milli til að ath hvort aumingja gínan (sem var "sjúklingurinn") væri kannski komin í réttan takt eða ekki! hihih... vona að þetta verði nú ekki svona in real life!
Annars var gærdagurinn bara "þvottadagurinn mikli"... var komin með góðan slatta af óhreinataui (ekki það að ykkur myndi langa að vita það!)... en toppurinn var samt að fara út í göngutúr með Ástu systir og Guðrúnu Birnu í vagninum :o) Ýkt sætt! Hún er svo mikil dúlla! Ótrúlega nice líka að vera lítill og lúlla í vagninum sínum! Ég man eftir því þegar ég var lítil og var orðin of stór í vagninn minn... en ég vildi fara út að sofa í vaginum! (veit ekkert betra)... neitaði að láta þar við sitja og reyndi að troða mér ofan í vagninn!!! Þetta var svona brúnn Silverkross vagn og ég man vel eftir þessu :) Svona var maður þrjóskur... hihi... og er kannski pínu enn :p

Nóg í bili,
túddilú!
ThG

Saturday, February 19, 2005

Framhald af fyrsta bloggi...

Jæja... ég bara má til með að bæta smá við! Hildur vinkona mín plataði mig með sér í gær að kíkja við á Nasa þ.s. indversk hljómsveit að nafni D.C.S. var að spila á Vetrarhátíð... það er skemmst frá því að segja að innan skammst vorum við komnar í rokkna stuð á dansgólfið og dilluðum okkur eins og ég veit ekki hvað, við þessa líka æðislega skemmtilegu tónlist!!! Fyndið hvað það getur verið gaman, einmitt þegar maður á þess síst von! Bjóst nú ekkert við neinu af indversku hljómsveitinni... en þeir voru svona líka askolli góðir!
Nú... mín er bara alltaf á dansskónum! Því síðustu helgi var nefnilega árshátíð Félags læknanema á Hótel Sögu... þar var svona líka rosa gaman og við Þóra vinkona, ásamt mörgum fleirum, dönsuðum þvílíkt! Ég var svoleiðis búin á því, held ég hafi dansað undan mér fæturna... en greinilega ekki því það var nóg til í indversku sveiflunni í gærkvöldi :)

Bloggið er allt að koma... er smám saman að bæta við linkum... og auðvitað er efst á blaði, hún Guðrún Birna litla, systurdóttir mín! Hún er algjört yndi! Fullkomið barn! Líka svvvooo sæt!!! Finnst ég líka eiga pínku pons í henni, þ.s. ég var nú viðstödd kraftaverkið þegar hún kom í heiminn ;)

knús og kossar að sinni!
ThG

Fyrsta bloggið...

Jæja... nú ætlar stelpan að sjá hvort hún geti nú ekki bloggað e-ð smá og sagt ykkur frá því sem er að gerast hjá mér og í kringum mig! Sit þessa stundina í vaktherberginu á Kleppi, er á sólarhringsvakt og mun missa af góðum ÁDÍ hitting í kvöld, því meeður! :( En... jæja, er allavega að læra á launum... hihih... ja, já og slæpast smá á netinu ;)
Lofa engu um að vera duglega að blogga eða ekki... það kemur bara í ljós...

See yah'!