Dr. Togga... bloggari!

Monday, January 30, 2006

Ný myndasíða!

Sælar elskurnar!
Já... tíminn líður... eins og ég hef svo oft sagt áður :) Jæja, er búin að hafa nóg að gera, læra medicine, vera í verknámi á hjarta, í almennum skurðlækningum, heila-og taugaskurðlækningum! og svo er ég núna á bæklun :) ofsa gaman!
En, jæja, stundum þegar maður á að vera að læra... en fær e-n veginn smá... nóg í bili fílíng... þið kannist við þetta veit ég. Anyways, í þannig fíling var ég dálítið um síðustu helgi (náði nú samt að læra líka e-ð!)... en ég sum sé tróð fullt fullt af myndum inn á nýja og fína myndasíðu ;o) Endilega kíkið á myndasíðuna mína! Þar eru ma myndir frá KENYA!
knús í bili, Th

Wednesday, January 11, 2006

Fyrsta færsla á nýju ári

Gleðilegt ár!
og takk fyrir gamla :) Verð nú að segja að síðasta ár hefur verið ansi viðburðarríkt. Hafði nú hugsað mér að skrifa smá pistil og gera upp árið... segja ykkur frá því mikla sem á daga mína hefur drifið, var meira að segja byrjuð en á eftir að klára þetta... vona ég geti nú lokið við það og birt - vonandi ykkur til skemmtunar ;)

Er annars lögst undir feld í mikinn lestur. Styttist óðum í embættisprófin og veitir víst ekki af að vera duglegur! Væri náttla best að fá smá pepp frá ykkur svona öðru hvoru... kannski plata e-t ykkar í stöku bíóferð þegar þörf er á hvíldinni ;)

kveðja úr snjónum,
Þorgerður