Spítalalífið og Grey's Anatomy...

Verð að segja að “Grey’s Anatomy” þættirnir eru bara hrein og bein snilld! Ekki amarlegt að horfa á flotta kirurga spássera um... sápan gæti meira að segja næstum því gerst á íslensku sjúkrahúsi... ;) En það er líka rosalega gaman að heyra í Emiliönu Torrini, flott hjá henni. Platan hennar, “Fisherman’s Woman” er líka æðisleg... og búin að hljóma í ja, síðustu amk 4 þáttum af Grey’s Anatomy.
Vogaði mér að kíkja pínu út á föstudagskvöldið... fengum okkur smá öl... óraði samt ekki fyrir því hvern ég rakst svo á... Skrýtið að rekast á fólk sem maður á svo sannarlega EKKI von á... anyways. Áfram með smjörið!
Næsta próf eftir... 37daga... ógrynni af lestri þangað til... og svo Thailand 14.maíííííí...